„Þetta verður ansi hvasst,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en gul viðvörun tekur gildi í nótt vegna veðurs víða um land.
„Þetta verður ansi hvasst,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en gul viðvörun tekur gildi í nótt vegna veðurs víða um land.
„Þetta verður ansi hvasst,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en gul viðvörun tekur gildi í nótt vegna veðurs víða um land.
Hann segir að veðrið verði líklega áþekkt því sem varð á sunnudaginn en þó ögn hlýrra verði á morgun.
„Þannig að það verður líklega þýtt alveg á láglendi næst sjónum. Þetta verður leiðindaveður býsna víða.“
Óli Þór segir að nú þegar sé farið að hvessa og að éljabakkar séu yfir og vestur af vestanverðu landinu. Hann segir að töluvert dragi úr úrkomu og vindi er líði á morgundaginn. „Það verður strax skaplegra hvað það varðar.“
Hann hvetur því fólk sem er að fara á milli landshluta að gera það er líður á daginn. Sérstaklega þeir sem þurfa að fara yfir heiðar þar sem þar verður frost og því blindara lengur. „Heiðarnar verða hvað leiðinlegastar.“
Óli Þór segir að annað kvöld verði orðið víðast hvar skaplegt. „Það ættu flestir, ef ekki allir, að komast ferða sinna er líður á morgundaginn, en það er kannski ekki endilega hægt að rífa sig af stað klukkan átta í fyrramálið.“