Stjórnarher Sýrlands notaði klórgas í Douma

Sýrland | 28. janúar 2023

Stjórnarher Sýrlands notaði klórgas í Douma

Stjórnarher Sýrlands var að baki klórgass-árásinni í Douma í Sýrlandi árið 2018 þar sem 43 létu létu lífið.

Stjórnarher Sýrlands notaði klórgas í Douma

Sýrland | 28. janúar 2023

Sýrlenski stjórnarherinn notaði klórgas gegn uppreisnarmönnum í borginni Douma árið …
Sýrlenski stjórnarherinn notaði klórgas gegn uppreisnarmönnum í borginni Douma árið 2018. AFP

Stjórnarher Sýrlands var að baki klórgass-árásinni í Douma í Sýrlandi árið 2018 þar sem 43 létu létu lífið.

Stjórnarher Sýrlands var að baki klórgass-árásinni í Douma í Sýrlandi árið 2018 þar sem 43 létu létu lífið.

Þetta er niðurstaða rannsóknar OPCW, alþjóðlegrar stofnunar sem beitir sér gegn notkun efnavopna.

Rannsakendur OPCW segja það hafið yfir nokkurn vafa að að minnsta kosti ein þyrla á vegum stjórnarhers Sýrlands hafi látið tvö hylki af eitruðu gasi falla yfir borgina Douma sem var þá undir yfirráðum uppreisnarmanna.

Engin gögn studdu kenningu um sviðsetningu

Sýrlensk stjórnvöld og bandamenn Sýrlands í Moskvu hafa fullyrt að árásin hafi verið sett á svið af björgunaraðilum fyrir tilskipan Bandaríkjanna sem hófu loftárásir í Sýrlandi í kjölfar efnaárásarinnar, ásamt Bretlandi og Frakklandi.

Teymi á vegum OPCW segist hafa „skoðað ýtarlega allar mögulegar atburðarásir sem sýrlensk stjórnvöld og aðrir á vegum stjórnvalda hafa lagt til að hafi gerst, en engin áþreifanleg gögn hafi stutt þær“.

mbl.is