„Ég held að ég hafi byrjað í fótbolta fimm ára,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.
„Ég held að ég hafi byrjað í fótbolta fimm ára,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.
„Ég held að ég hafi byrjað í fótbolta fimm ára,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.
Ýmir Örn, sem er 25 ára gamall, er uppalinn hjá Val á Hlíðarenda og lék með félaginu allan sinn feril áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2020.
„Mamma dró mig á einhverja æfingu og hún vill meina að ég hafi grenjað allan timann sem ég held að sé kjaftæði,“ sagði Ýmir.
„Fyrsta handboltaæfingin mín var í Hlíðarskóla held ég, í litlu íþróttahúsi, og mér fannst það geggjað og ég hélt áfram,“ bætti Ýmir við.