Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víðs vegar um landið vegna óveðursins að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víðs vegar um landið vegna óveðursins að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víðs vegar um landið vegna óveðursins að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
„Í Snæfellsbæ í augnablikinu er verið að fara í fastan bíl á Arnarstapavegi. Þar eru ferðamenn. Þá er búið að tilkynna um fastan bíl á Fróðárheiði. Björgunarsveitin Lífsbjörg á Snæfellsnesi er að fara í þessi verkefni,“ segir hann í samtali við mbl.is.
„Á Mosfellsheiði eru nokkrir fastir bílar, sennilega um fjórir, sem eru við afleggjarann að Skeggjastöðum sem er rétt eftir að komið er niður af heiðinni í áttina að vatninu. Björgunarsveitin Kyndill er lögð af stað í það verkefni.“
Þá er björgunarsveitin Þorbjörn að fara að aðstoða fastan bíl við Kleifarvatn.