Fjölskyldan ekki lengur einangruð

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Fjölskyldan ekki lengur einangruð

„Þetta er allt annað ástand,“ segir Ævar Rafn Marinósson bóndi í Tunguseli, um stöðuna í Hafralónsá í Þistilfirði, sem flæddi yfir veginn á gamlársdag og hélt honum lokuðum þar til í síðustu viku.

Fjölskyldan ekki lengur einangruð

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Ævar Rafn Marinósson og fjölskylda voru einangruð á bæ sínum …
Ævar Rafn Marinósson og fjölskylda voru einangruð á bæ sínum Tunguseli í Þistilfirði þar til í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er allt annað ástand,“ seg­ir Ævar Rafn Marinós­son bóndi í Tungu­seli, um stöðuna í Hafralónsá í Þistil­f­irði, sem flæddi yfir veg­inn á gaml­árs­dag og hélt hon­um lokuðum þar til í síðustu viku.

„Þetta er allt annað ástand,“ seg­ir Ævar Rafn Marinós­son bóndi í Tungu­seli, um stöðuna í Hafralónsá í Þistil­f­irði, sem flæddi yfir veg­inn á gaml­árs­dag og hélt hon­um lokuðum þar til í síðustu viku.

„Þetta hef­ur gengið mjög vel,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að það sé mik­ill létt­ir að veg­ur­inn sé orðinn fær þó það komi fyr­ir að það flæði af og til yfir hann.

Hér má sjá færðina frá Tunguseli í Þistilfirði.
Hér má sjá færðina frá Tungu­seli í Þistil­f­irði. Ljós­mynd/​Aðsend

Opnuðu gamla leið

„Áin hætti að renna yfir veg­inn og í kjöl­farið var hægt að moka og opna gamla leið, það var á mánu­dag“ seg­ir Sig­urður Þór Guðmunds­son, odd­viti Sval­b­arðshrepps, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir leiðina þó ekki vera fólks­bíla­færa og að enn sé vatn og krapi á veg­in­um.

Björn H. Sig­ur­björns­son, yf­ir­verk­stjóri á þjón­ustu­stöð Vega­gerðar­inn­ar á Vopnafirði og Þórs­höfn, seg­ir að gripið hafi verið til þess ráðs að grafa meðfram veg­in­um til að fleyta ánni meðfram hon­um.

„Áin hætti að flæða yfir veg­inn og í Kver­kánna. Þá send­um við stóra hjóla­skóflu í mokst­ur og hún opnaði veg­inn,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir nýja veg­inn ekki hafa verið opnaðan held­ur sé um gaml­an, greiðfær­ari veg að ræða.

„Við fylgj­umst með aðstæðum en það losn­ar krapi reglu­lega sem lok­ar leiðinni. Við erum í góðu sam­bandi við Ævar og svo fylg­ist Vega­gerðin sjálf með dag­lega.“

Góðlát­legt grín á þorra­blóti

Ævar seg­ir veg­inn frá Tungu­seli hafa opn­ast á heppi­leg­um tíma.

„Þeir náðu að opna rétt í tæka tíð svo við gát­um farið og borgað okk­ur inn á Þorra­blót um liðna helgi og látið gera góðlát­legt grín að okk­ur,“ seg­ir Ævar og hlær dátt.

Hann seg­ir að fjöl­skyld­an sé þakk­lát öll­um sem hönd hafa lagt á plóg. Hann seg­ir ekki þægi­legt fyr­ir verk­tak­ann að þurfa að stökkva reglu­lega í að hreinsa veg­inn og hann þakk­ar Vega­gerðinni og sveit­ar­stjórn fyr­ir far­sælt og gott sam­starf.

„Það hafa all­ir verið boðnir og bún­ir að hjálpa til. Þegar aðstæður leyfðu þá var gengið í mál­in af full­um þunga og við erum þakk­lát fyr­ir það.“

mbl.is