Ofsaveður í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Ofsaveður í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum

Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi í dag. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má búast við ofsaveðri og geta hviður þar verið á bilinu 40 til 55 m/s frá klukkan 14 til 18, og litlu síðar í Öræfum.

Ofsaveður í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má búast við ofsaveðri.
Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má búast við ofsaveðri. mbl.is/RAX

Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi í dag. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má búast við ofsaveðri og geta hviður þar verið á bilinu 40 til 55 m/s frá klukkan 14 til 18, og litlu síðar í Öræfum.

Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi í dag. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má búast við ofsaveðri og geta hviður þar verið á bilinu 40 til 55 m/s frá klukkan 14 til 18, og litlu síðar í Öræfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfells- og Lyngdalsheiði verður hríðarveður og lítið skyggni eftir klukkan 14. Stendur það fram á nótt. 

Eins og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi almannavarna í dag vegna veðurs. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir verða í gildi upp úr hádegi í dag.

Þykir líklegt að veðrið hafi áhrif á samgöngur í dag. 

mbl.is