Í lokaþættinum af Sonum Íslands gerum við meðal annars upp nýliðið heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi þar sem íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í 12. sæti.
Í lokaþættinum af Sonum Íslands gerum við meðal annars upp nýliðið heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi þar sem íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í 12. sæti.
Í lokaþættinum af Sonum Íslands gerum við meðal annars upp nýliðið heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi þar sem íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í 12. sæti.
Í þáttunum, sem voru alls átta talsins, voru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Ómar Ingi Magnússon, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Ýmir Örn Gíslason, Aron Pálmarsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson allir heimsóttir.
Í lokaþættinum ræddum við einnig við Snorra Stein Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmann og núverandi þjálfara Íslands-, bikar- og deildarmeistara karlaliðs Vals í úrvalsdeildinni.
Snorri Steinn var í lykilhlutverki hjá landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og til bronsverðlauna á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.