Veðurspá gengur eftir og önnur lægð í aðsigi

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Veðurspá gengur eftir og önnur lægð í aðsigi

Búist er við að hvellinum sem nú gengur yfir Suðurlandið og Reykjanesið muni linna um sexleytið í kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að um kvöldmatarleytið megi búast við áframhaldandi úrkomu sem þó verður ekki jafnmikil.

Veðurspá gengur eftir og önnur lægð í aðsigi

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Búast má við fleiri lægðum á næstu dögum.
Búast má við fleiri lægðum á næstu dögum. Kort/Windy

Búist er við að hvellinum sem nú gengur yfir Suðurlandið og Reykjanesið muni linna um sexleytið í kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að um kvöldmatarleytið megi búast við áframhaldandi úrkomu sem þó verður ekki jafnmikil.

Búist er við að hvellinum sem nú gengur yfir Suðurlandið og Reykjanesið muni linna um sexleytið í kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að um kvöldmatarleytið megi búast við áframhaldandi úrkomu sem þó verður ekki jafnmikil.

„Það verður ennþá vindur en það verður ekki svona slæmt skyggnið eins og núna,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hann segir veðurspána hafa gengið nokkuð vel eftir hvað varðar tímasetningar, tegund úrkomu og vind. Að sögn hans ætti veðrið að vera orðið skaplegt í fyrramálið.

Erum beint í skotlínunni

Aðspurður segir hann að veðrið sé núna verst á Suðurlandi og Reykjanesi. Þá er einnig hvasst á Öræfum. Í kvöld verður hins vegar mesti veðurhamurinn á norðanverðum Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum.

„Þar hvessir allhressilega núna næstu klukkutímana. Þar verður stormur og rok með snjókomu.“

Á morgun dregur jafnt og þétt úr vindi og verður veður skaplegt seinni partinn.

„Það er ágætis veðurútlit á miðvikudag en svo er von á næstu lægð á fimmtudaginn. Við erum svolítið í færibandinu, brautin liggur beint yfir okkur núna.

Við vorum vel fyrir norðan brautina í desember, þá vorum við í kalda loftinu. En núna er lægðabrautin komin norðar og þá erum við beint í skotlínunni. Við fáum einn til tvo daga á milli en annars koma þessar lægðir nokkuð ört.“

mbl.is