Hviður yfir 40 m/s við fjöll

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Hviður yfir 40 m/s við fjöll

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru enn í gildi víða um land. Það verður norðaustan 15 til 25 m/s með morgninum, hvassast á Suðausturlandi. Dregur síðan úr vindi, 5 til 15 m/s seinnipartinn. Víða verða él en úrkomulítið suðvestan til. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig.

Hviður yfir 40 m/s við fjöll

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Vindaspá klukkan sjö.
Vindaspá klukkan sjö. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru enn í gildi víða um land. Það verður norðaustan 15 til 25 m/s með morgninum, hvassast á Suðausturlandi. Dregur síðan úr vindi, 5 til 15 m/s seinnipartinn. Víða verða él en úrkomulítið suðvestan til. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru enn í gildi víða um land. Það verður norðaustan 15 til 25 m/s með morgninum, hvassast á Suðausturlandi. Dregur síðan úr vindi, 5 til 15 m/s seinnipartinn. Víða verða él en úrkomulítið suðvestan til. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig.

Á höfuðborgarsvæðinu verða 8 til 15 m/s með morgninum og þurrt að kalla en lægir eftir hádegi. Hiti verður í kringum frostmark.

Á Suðurlandi og Suðausturlandi er austan stormur eða rok, 18 til 25 m/s með mjög snörpum vindhviðum, hvassast er austan til. 

Hvassara er á Vestfjörðum þar sem að það er austan og norðaustan stormur eða rok, 20 til 28 m/s, og hviður yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll. 

mbl.is