Nóttin róleg hjá björgunarsveitum

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Nóttin róleg hjá björgunarsveitum

Síðustu útköll björgunarsveita kláruðust um eða upp úr miðnætti og var nóttin því nokkuð róleg, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Útköllin í gærkvöldi voru flest vegna bíla sem sátu fastir og bárust þau víðs vegar af landinu, allt frá efri byggðum Reykjavíkur að Öxnadalsheiði.

Nóttin róleg hjá björgunarsveitum

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Engin útköll bárust í nótt.
Engin útköll bárust í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðustu útköll björgunarsveita kláruðust um eða upp úr miðnætti og var nóttin því nokkuð róleg, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Útköllin í gærkvöldi voru flest vegna bíla sem sátu fastir og bárust þau víðs vegar af landinu, allt frá efri byggðum Reykjavíkur að Öxnadalsheiði.

Síðustu útköll björgunarsveita kláruðust um eða upp úr miðnætti og var nóttin því nokkuð róleg, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Útköllin í gærkvöldi voru flest vegna bíla sem sátu fastir og bárust þau víðs vegar af landinu, allt frá efri byggðum Reykjavíkur að Öxnadalsheiði.

Björgunarsveitin Kári barst útkall um miðnætti vegna ferðalanga sem voru fastir við Jökulsárlón. Var það með síðustu verkefna kvöldsins.

Mörgum var komið til aðstoðar við Höfn og Kirkjubæjarklaustur en fjöldahjálparstöðinni á Klaustri var lokað klukkan 22 í gærkvöldi þegar búið var að fylgja gestum á hótel.

Fólk festi sig í efri byggðum

Björgunarsveitin í Varmahlíð kom manni til bjargar sem festi bíl sinn á Öxnadalsheiði seint í gær. Vitlaust veður var á norðanverðu Snæfellsnesi og komu björgunarsveitir þar þó nokkrum til aðstoðar.

Þá lentu íbúar höfuðborgarsvæðisins í vandræðum í efri byggðum þar sem færð var slæm. Vandræðin byrjuðu í Grafarvogi en þau teygðu sig svo upp í Breiðholt og Kópavog. Einnig þurfti að aðstoða fólk í Mosfellsbæ við að losa bíla sína. Jón Þór segir einhver útköll hafa borist úr húsagötum en að björgunarsveitir hafi ekki náð að sinna þeim öllum.

Flestum útköllum var þó lokið upp úr miðnætti og var nóttin því nokkuð róleg.

mbl.is