„Er það eitthvað til að hreykja sér af?“

Fiskeldi | 7. febrúar 2023

„Er það eitthvað til að hreykja sér af?“

„Er það eitthvað til að hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári eftir að hafa horft aðgerðalaus á eldinn í fjögur ár og kastað sprekum á bálið,“ spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem gerði svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis að umtalsefni á Alþingi í dag. 

„Er það eitthvað til að hreykja sér af?“

Fiskeldi | 7. febrúar 2023

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Hákon

„Er það eitthvað til að hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári eftir að hafa horft aðgerðalaus á eldinn í fjögur ár og kastað sprekum á bálið,“ spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem gerði svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis að umtalsefni á Alþingi í dag. 

„Er það eitthvað til að hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári eftir að hafa horft aðgerðalaus á eldinn í fjögur ár og kastað sprekum á bálið,“ spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem gerði svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis að umtalsefni á Alþingi í dag. 

Hann benti á að 23 athugasemdir hefðu verið gerðar „margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðaleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrikar mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, skort á aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi.“

Sigmar sagði að eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefndi hefði verið samþjöppun eignarhalds og stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem ynnu gegn því að auðlindin skilaði hámarksávinningi fyrir ríkissjóð hefði fest sig í sessi „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“.

Stækkar stjórnlaust ár frá ári

„Þessi setning frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein sem stækkar ár frá ári stjórnlaust, stundum í óþökk náttúrunnar, í gegndarlausu kapphlaupi um svæði nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur mynduðu tilhlýðilegan ramma um greinina sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið,“ sagði Sigmar. 

Óskað eftir skýrslu til að fletta ofan af eigin vangetu

Hann benti á að í svörum forsætisráðherra, sem hafi stýrt ríkisstjórninni í fimm ár, hafi það verið gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári.

„Hvað með öll valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12.000 tonnum í 45.000 tonn? Núverandi matvælaráðherra var umhverfisráðherra þá og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnanir ráðuneytisins. Það var svo forsætisráðherra sem verkstýrði aðgerðaleysinu. Er hægt að verja margra ára stefnuleysi og aðgerðaleysi með því að óska eftir skýrslu til að fletta ofan af eigin vangetu og vanhæfni? Er það eitthvað til að hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári eftir að hafa horft aðgerðalaus á eldinn í fjögur ár og kastað sprekum á bálið?“

mbl.is