Nýtt Opal á markað

Daglegt líf | 7. febrúar 2023

Nýtt Opal á markað

Þau tíðindi berast úr herbúðum Nóa Síríus að kominn sé á markað ný tegund af Opal. Hið nýja Opal hefur hlotið nafnið Opal G+ og eru töflur með saltlakkrísbragði auk þess sem þær innihalda guarana, ginseng og grænt te, sem oft eru tengd við jákvæða eiginleika, auk þess að vera sykurlausar.

Nýtt Opal á markað

Daglegt líf | 7. febrúar 2023

Þau tíðindi berast úr herbúðum Nóa Síríus að kominn sé á markað ný tegund af Opal. Hið nýja Opal hefur hlotið nafnið Opal G+ og eru töflur með saltlakkrísbragði auk þess sem þær innihalda guarana, ginseng og grænt te, sem oft eru tengd við jákvæða eiginleika, auk þess að vera sykurlausar.

Þau tíðindi berast úr herbúðum Nóa Síríus að kominn sé á markað ný tegund af Opal. Hið nýja Opal hefur hlotið nafnið Opal G+ og eru töflur með saltlakkrísbragði auk þess sem þær innihalda guarana, ginseng og grænt te, sem oft eru tengd við jákvæða eiginleika, auk þess að vera sykurlausar.

„Við erum mjög spennt yfir því að bjóða Íslendingum uppá þessa nýjung en hann fæst nú í flestum verslunum landsins,“ segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus. „Á sama tíma og Opal vörumerkið er samofið þjóðarsálinni er það líka nýjungagjarnt og því vel við hæfi að setja á markað tegund sem inniheldur þessi vinsælu bætiefni. Saltlakkrísbragðið er líka einstaklega gott og ekki skemmir fyrir að varan skuli vera sykurlaus,“ bætir Alda við og segist hlakka til að sjá viðbrögð fólks við Opal G+.

Opal töflurnar hafa glatt og bætt andrúmsloft Íslendinga frá árinu 1945. Rauði og græni Opalinn eru löngu orðnir fastur hluti af tilveru okkar og nýrri vörur eins og risa Opal og tvískiptu Opal tegundirnar lífga svo sannarlega upp á hversdagsleikann. Og Opal getur glatt okkur öll því flestar tegundirnar eru sykurlausar auk þess sem þær eru allar vegan.

mbl.is