Aðstæður erfiðari í Sýrlandi en í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 10. febrúar 2023

Aðstæður erfiðari í Sýrlandi en í Tyrklandi

Aðstæður til björgunar og uppbyggingar eru án efa erfiðari í Sýrlandi en í Tyrklandi að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins.

Aðstæður erfiðari í Sýrlandi en í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 10. febrúar 2023

Sjálboðaliðar í Sýrlandi aðstoða Sýrlendinga sem misst hafa heimili sín …
Sjálboðaliðar í Sýrlandi aðstoða Sýrlendinga sem misst hafa heimili sín í jarðskjálftanum. AFP/Aaref Watad

Aðstæður til björgunar og uppbyggingar eru án efa erfiðari í Sýrlandi en í Tyrklandi að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins.

Aðstæður til björgunar og uppbyggingar eru án efa erfiðari í Sýrlandi en í Tyrklandi að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins.

Mikið magn hjálpargagna hefur borist til Sýrlands frá alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim frá því að jarðskjálfti skók Sýrland og Tyrkland 6. febrúar, að því er segir í tilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi.

Lyf og lækningabúnaður, dýnur, teppi, tjöld, matvæli, hreinlætisgögn og fleiri nauðsynjar voru sendar til þolenda á skjálftasvæðunum í norðurhluta Sýrlands frá landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Alsír, Egyptalandi, Palestínu, Írak, Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Kúveit og Kína.

Auk þess hefur líbanski Rauði krossinn sinnt björgunarstörfum á vettvangi. 

Vopnuð átök lagt innviði í rúst

Vitnað er í Atla Viðar í tilkynningu Rauða krossins.

„Aðstæður í Sýrlandi til björgunar og uppbyggingarstarfs eru án efa erfiðari heldur en í Tyrklandi vegna þeirra vopnuðu átaka sem landsmenn í Sýrlandi hafa búið við í meira en áratug og hafa að miklu leyti lagt innviði landsins í rúst.“

Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð þeirra sem hafa lagt neyðarsöfnun félagsins lið, utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins, hefur sent 30 milljónir króna til skjálftasvæðanna sem nýtast í lífsbjargandi mannúðaraðstoð.

mbl.is