Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir að áhrif veðursins sem verður um helgina gætu orðið svipuð og síðasta sunnudag.
Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir að áhrif veðursins sem verður um helgina gætu orðið svipuð og síðasta sunnudag.
Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir að áhrif veðursins sem verður um helgina gætu orðið svipuð og síðasta sunnudag.
Samráðsfundur almannavarna stendur nú yfir þar sem rætt er veðrið framundan og möguleg áhrif þess.
Í rúman sólarhring verða gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi víða um land, frá því klukkan 20 í kvöld og fram á aðfaranótt sunnudags.
„Okkur finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi sömu áhrif og síðasta sunnudag en sem betur fer ekki á jafn stóru svæði,“ sagði Hjördís í samtali við mbl.is áður en fundurinn hófst klukkan 16.
Hún segir að í þetta skiptið sleppi höfuðborgarsvæðið, Austurland og Suðurland við versta hvellinn.