Tónlistarkonan Britney Spears er sögð þurfa á hjálp að halda. Í vikunni ætlaði fólk nákomið henni að tala alvarlega við hana en sumir telja ástandið það slæmt að líf hennar sé í hættu. Eiginmaður hennar, Sam Asghari, var meðal þeirra sem ætluðu að tala við hana.
Tónlistarkonan Britney Spears er sögð þurfa á hjálp að halda. Í vikunni ætlaði fólk nákomið henni að tala alvarlega við hana en sumir telja ástandið það slæmt að líf hennar sé í hættu. Eiginmaður hennar, Sam Asghari, var meðal þeirra sem ætluðu að tala við hana.
Tónlistarkonan Britney Spears er sögð þurfa á hjálp að halda. Í vikunni ætlaði fólk nákomið henni að tala alvarlega við hana en sumir telja ástandið það slæmt að líf hennar sé í hættu. Eiginmaður hennar, Sam Asghari, var meðal þeirra sem ætluðu að tala við hana.
Áhyggjur fólks eru vegna hegðunar Spears og lyfjanotkunar að því er fram kemur á vef TMZ.
Umboðsmaður Spears er meðal þeirra sem ætluðu að hjálpa Spears ásamt Asghari sem og heilbrigðisstarfsfólk. Umboðsmaður hennar hafði leigt hús á Los Angeles-svæðinu þar sem áætlað var að Spears myndi búa í tvo mánuði og jafna sig, fá læknismeðferð og sálfræðimeðferð. Faðir Spears og synir hennar voru ekki með í ráðum.
Planið breyttist hins vegar þegar Spears frétti óvænt hvað átti að gera. Hún er sögð hafa hitt lækni á miðvikudaginn og það hafi gengið vel.