Myndskeið: „Ekki ljós í neinu einasta húsi“

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 10. febrúar 2023

Myndskeið: „Ekki ljós í neinu einasta húsi“

„Það var eiginlega alveg ótrúlega mikið skemmt, ég hugsa að um og yfir 90 prósent af öllum byggingum hafi verið skemmdar,“ sagði Erlendur Sturla Birgisson, verkfræðingur í íslenska hópnum sem nú er staddur við borgina Antakya í Tyrklandi, spurður hvernig eyðilegging borgarinnar blasi við þeim.

Myndskeið: „Ekki ljós í neinu einasta húsi“

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 10. febrúar 2023

„Það var eiginlega alveg ótrúlega mikið skemmt, ég hugsa að um og yfir 90 prósent af öllum byggingum hafi verið skemmdar,“ sagði Erlendur Sturla Birgisson, verkfræðingur í íslenska hópnum sem nú er staddur við borgina Antakya í Tyrklandi, spurður hvernig eyðilegging borgarinnar blasi við þeim.

„Það var eiginlega alveg ótrúlega mikið skemmt, ég hugsa að um og yfir 90 prósent af öllum byggingum hafi verið skemmdar,“ sagði Erlendur Sturla Birgisson, verkfræðingur í íslenska hópnum sem nú er staddur við borgina Antakya í Tyrklandi, spurður hvernig eyðilegging borgarinnar blasi við þeim.

Bætti hann við að húsin væru flest öll tóm en flestir óttist að fara inn í skemmd hús.

„Við sáum það, þegar það tók að dimma, að það var ekki ljós í neinu einasta húsi.“

Kári Steinar Kárason, annar verkfræðingur hópsins, tók undir með Erlendi: 

„Við keyrðum í gegnum eldra hverfi í bænum. Þar voru byggingar sem voru alveg fallnar saman. Svo sáum við líka byggingu sem hafði farið til hliðar. Hús sem leit kannski ágætlega út en var hreinlega á hliðinni.

Þannig við höfum séð allar tegundir af mjög slæmum skemmdum hérna.“

„Fasabreyting“ á aðgerðunum

Friðfinnur F Guðmundsson, sem stýrir aðgerðum íslenska hópsins, sagði spurður um gang björgunaraðgerða að ákveðin fasabreyting væri nú á aðgerðunum.

„Við fundum það í gærkvöldi að það var orðin fasabreyting á aðgerðunum. Það eru ennþá lífbjarganir í gangi í borginni, þeim hefur þó fækkað töluvert síðustu daga.

Meira þurfi að hafa fyrir hverri björgun og þær séu færri. „Þar þurfum við að nota myndavélar, hljóðnema, hunda og annað slíkt, til þess að leita í rústunum.“

Íslenski hópurinn er hluti af stærra alþjóðlegu teymi, sem hefur lánast að finna tugi einstaklinga á lífi.

mbl.is