Ríkisendurskoðandi hagsmunaðili

Ríkisendurskoðandi með hagsmuni af laxveiði

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á hagsmuna að gæta á sviði laxveiði, sem sett getur nýútkomna stjórnsýsluúttekt embættisins á stjórnsýslu sjókvíaeldis í nýtt ljós. Í skýrslunni var sett fram hörð gagnrýni á umgjörð, stjórnsýslu og opinbert eftirlit með fiskeldi í sjó.

Ríkisendurskoðandi með hagsmuni af laxveiði

Fiskeldisskýrsla ríkisendurkoðunar | 10. febrúar 2023

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Eggert Jóhannesson

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á hagsmuna að gæta á sviði laxveiði, sem sett getur nýútkomna stjórnsýsluúttekt embættisins á stjórnsýslu sjókvíaeldis í nýtt ljós. Í skýrslunni var sett fram hörð gagnrýni á umgjörð, stjórnsýslu og opinbert eftirlit með fiskeldi í sjó.

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á hagsmuna að gæta á sviði laxveiði, sem sett getur nýútkomna stjórnsýsluúttekt embættisins á stjórnsýslu sjókvíaeldis í nýtt ljós. Í skýrslunni var sett fram hörð gagnrýni á umgjörð, stjórnsýslu og opinbert eftirlit með fiskeldi í sjó.

Ísfirska fréttablaðið Bæjarins besta greinir frá því í frétt nú í morgun að samkvæmt lögbýlaskrá sé Guðmundur Björgvin eigandi að jörðinni Leysingjastöðum í Dalasýslu ásamt eiginkonu sinni, Helgu Jónu Benediktsdóttur. Hún er jafnframt formaður veiðifélags Laxár í Hvammssveit eftir því sem fram komi á vef Fiskistofu, en veiðifélagið sé aftur aðildarfélög að Landssambandi veiðifélaga.

Landsamband veiðifélaga hefur krafist þess horfið verði frá sjókvíaeldi að fullu, sem það telur að hafi mikil, neikvæð áhrif á hagsmuni veiðiréttarhafa og geti spillt villtum laxastofnum í ám.

Í frétt Bæjarins Besta er minnt á að Guðmundur Björgvin hafi áður komið að þessum málum á öðrum vettvangi. Hann var ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu 2004 þegar gefin var út auglýsing um bann við laxeldi í sjó á stærstum hluta strandlengju landsins og undirritaði auglýsinguna sem ráðuneytisstjóri.

Þá var hann um nokkurra ára skeið fulltrúi ríkisins í NASCO, North Atlantic Salmon Conservation Organization, samtökum um vernd laxastofnsins í Norður Atlantshafi, en Ísland sagði sig úr þeim eftir bankahrunið 2008.

Ekki verður séð af stjórnsýsluúttektinni að ríkisendurskoðandi hafi sagt sig frá gerð hennar vegna vanhæfis eða a.m.k. gert grein fyrir hagsmunum sínum.

Guðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi á Alþingi liðið sumar, en hann  kjörinntil sex ára í senn. Hann var settur ríkisendurskoðandi 1. febrúar 2022, en hóf störf hjá embættinu 2019 sem forstöðumaður Akureyrarstofu þess, ásamt því að vera sviðsstjóri tekjueftirlits og staðgengill ríkisendurskoðanda.

mbl.is