Bollur eins og þær gerast bestar

Uppskriftir | 11. febrúar 2023

Bollur eins og þær gerast bestar

Bolludagur er handan við hornið og ekki seinna vænna að taka fram hrærivélina og skella í gott bollukaffi. Hér erum við með æðislega uppskrift frá Guðrúnu Ýri Eðvaldsdóttur á Döðlum & smjöri þar sem hún notar nýja Pipp-búðinginn sem var að koma á markað.

Bollur eins og þær gerast bestar

Uppskriftir | 11. febrúar 2023

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Bolludagur er handan við hornið og ekki seinna vænna að taka fram hrærivélina og skella í gott bollukaffi. Hér erum við með æðislega uppskrift frá Guðrúnu Ýri Eðvaldsdóttur á Döðlum & smjöri þar sem hún notar nýja Pipp-búðinginn sem var að koma á markað.

Bolludagur er handan við hornið og ekki seinna vænna að taka fram hrærivélina og skella í gott bollukaffi. Hér erum við með æðislega uppskrift frá Guðrúnu Ýri Eðvaldsdóttur á Döðlum & smjöri þar sem hún notar nýja Pipp-búðinginn sem var að koma á markað.

Pipp-búðingur

  • 250 ml rjómi
  • 250 ml nýmjólk
  • 1 pk Pipp Royal-búðingur

Byrjið á því að útbúa búðinginn og setjið inn í ísskáp meðan þið gerið bollurnar.

Blandið öllu saman í skál og þeytið vel saman í 2-3 mín. Setjið lok eða plastfilmu yfir skálina og kælið.

Vatnsdeigsbollur

  • 250 ml vatn
  • 125 g smjör
  • 125 g hveiti
  • 4 egg

Stillið ofn á 180°c. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið þá í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur.  Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.

Fylling

  • 50 g Nóa kropp
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 30 ml rjómi
  • 1-2 vel þroskaðar perur eða niðursoðnar

Setjið Nóa kroppið í plastpoka og lemjið með buffhamri eða kökukefli þangað til allar kúlurnar eru farnar í sundur og setjið í skál.

Setjið þá súkkulaði og rjóma saman í skál og bræðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.

Afhýðið perurnar og skerið í litla bita.

Skerið bollurnar í tvennt og dýfið efri hlutanum ofan í súkkulaðið og beint í Nóa kropp-kurlið.

Takið þá búðinginn úr ísskápnum. Gott er að þeyta aðeins upp í honum aftur í 2-3 mín til að fá áferðina líkari rjóma Setjið í sprautupoka með stút en einnig er hægt að nota skeið.

Sprautið búðingnum á neðri hluta bollunnar og setjið 3-4 bita af peru í miðjunni á hverri bollu og lokið með efri partinum. Endurtakið við allar bollurnar.

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is