Landamæri á milli Armeníu og Tyrklands, sem ekki hafa verið opin í 35 ár, voru loks opnuð í dag til þess að greiða fyrir komu björgunarfólks og hjálparsveita vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir þann 6. febrúar síðastliðinn.
Landamæri á milli Armeníu og Tyrklands, sem ekki hafa verið opin í 35 ár, voru loks opnuð í dag til þess að greiða fyrir komu björgunarfólks og hjálparsveita vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir þann 6. febrúar síðastliðinn.
Landamæri á milli Armeníu og Tyrklands, sem ekki hafa verið opin í 35 ár, voru loks opnuð í dag til þess að greiða fyrir komu björgunarfólks og hjálparsveita vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir þann 6. febrúar síðastliðinn.
Alican-landamærin eru í austurhluta Tyrklands, í Iğdır-héraði í austurhluta Anatólíu í Tyrklandi.
Fimm flutningabílar með nauðsynjavörum, svo sem vatni og mat, komu að landamærunum í dag að því er Serdar Kilic, sérstakur fulltrúi Tyrklands í samskiptum ríkisins við Armeníu, greindi frá á Twitter. Tugþúsundir eru án heimila vegna skjálftanna.
Anadolu, ríkisfjölmiðill Tyrklands, segir að landamærin hafi ekki verið opin síðan árið 1988, eða fyrir 35 árum síðan.
Tæplega 25 þúsund manns eru taldir hafa farist eftir skjálftana sem riðu yfir á mánudaginn var, sá stærsti að stærðinni 7,8. Tyrkland og Sýrland urðu verst úti í hamförunum og hafa 6.589 byggingar hrunið eða skemmst illa.