Svissneska björgunarsveitin í Antakya í Tyrklandi óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð verkfræðings og öryggissérfræðings úr íslenska hópnum sem staddur er á svæðinu, þar sem talið var að heyrst hefði í einstaklingi í rústum í borginni. Talið var að lítil fjölskylda gæti verið inni í húsi sem hafði hrunið.
Svissneska björgunarsveitin í Antakya í Tyrklandi óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð verkfræðings og öryggissérfræðings úr íslenska hópnum sem staddur er á svæðinu, þar sem talið var að heyrst hefði í einstaklingi í rústum í borginni. Talið var að lítil fjölskylda gæti verið inni í húsi sem hafði hrunið.
Svissneska björgunarsveitin í Antakya í Tyrklandi óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð verkfræðings og öryggissérfræðings úr íslenska hópnum sem staddur er á svæðinu, þar sem talið var að heyrst hefði í einstaklingi í rústum í borginni. Talið var að lítil fjölskylda gæti verið inni í húsi sem hafði hrunið.
Erlendur Birgisson verkfræðingur mat ástand rústarinnar og lagði til að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina, en fyrir ofan þau var mikið af lausu og óstöðugu braki. Ráðstafanir voru gerðar til að styrkja göngin áður en farið var inn í rústirnar.
Hundar voru sendir inn til að athuga hvort einhver fyndist þar á lífi, en þeir virtust ekkert finna. Í kjölfarið fóru tveir björgunarmenn inn með hlustunartæki en greindu ekki nein hljóð. Aðgerðin varð því ekki að björgun.
Viðtal við Erlend má sjá hér að ofan.
Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir, Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður og Andri Rafn Helgason frá Landhelgisgæslunni að sjúkrahúsinu í Antakya til að kanna aðstæður í aðdraganda komu gríðarstórs færanlegs sjúkrahúss frá Bandaríkjamönnum, sem setja á upp þar fyrir utan.
Viðtal við Björn má sjá hér að neðan.
Að sögn Björns er spítalinn á svæðinu að miklu leyti óstarfhæfur og nánast allur kominn út á bílaplan. Þörfin á aðstoðinni frá Bandaríkjamönnum er því mjög brýn, enda ástandið mjög slæmt.