Tyrkneskir embættismenn segja að 113 handtökutilskipanir hafi verið gefnar út í tengslum við smíði bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum sem varð á mánudaginn.
Tyrkneskir embættismenn segja að 113 handtökutilskipanir hafi verið gefnar út í tengslum við smíði bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum sem varð á mánudaginn.
Tyrkneskir embættismenn segja að 113 handtökutilskipanir hafi verið gefnar út í tengslum við smíði bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum sem varð á mánudaginn.
Tyrkneska lögreglan hefur þegar handtekið að minnsta kosti 13 manns, þar á meðal byggingaverktaka.
Yfir 28 þúsund manns eru látnir eftir skjálftann og gæti fjöldi látinna tvöfaldast.
Reiknað er með því að fleiri verði handteknir en margir telja handtökurnar tilraun til að beina ábyrgðinni fyrir hamförunum í aðrar áttir, að því er BBC greinir frá.
Sérfræðingar hafa í mörg ár varað við því að nýjar byggingar í Tyrklandi séu óöruggar vegna spillingar og stefnu stjórnvalda.
Þessi stefna veitti verktökum undanþágu til að beygja byggingareglugerðir til að þess að fjölga byggingum, þar á meðal á svæðum þar sem mikið hefur verið um jarðskjálfta.
Þúsundir bygginga hrundu í jarðskjálftanum, sem mældist 7,8 stig.
Forsetakosningar eru fram undan í Tyrklandi og er framtíð Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta sögð í óvissu eftir 20 ár við völd.