Björgunarsveitarmönnum í borginni Antakya í Tyrklandi tókst í gær að bjarga tveimur systrum úr rústum byggingar þar sem þær höfðu verið fastar í tvo daga, við hlið látinnar móður sinnar. Björgunaraðgerðin tók heila nótt.
Björgunarsveitarmönnum í borginni Antakya í Tyrklandi tókst í gær að bjarga tveimur systrum úr rústum byggingar þar sem þær höfðu verið fastar í tvo daga, við hlið látinnar móður sinnar. Björgunaraðgerðin tók heila nótt.
Björgunarsveitarmönnum í borginni Antakya í Tyrklandi tókst í gær að bjarga tveimur systrum úr rústum byggingar þar sem þær höfðu verið fastar í tvo daga, við hlið látinnar móður sinnar. Björgunaraðgerðin tók heila nótt.
Systurnar Merve og Irem, 24 og 19 ára, voru fastar undir rústum fimm hæða íbúðablokkar, sem hrundi niður eftir skjálftann sem reið yfir á mánudag.
Björgunarsveitarmaðurinn Mustafa Ozturk stýrði aðgerðum og hélt stúlkunum rólegum, en talið var að þær væru á tveggja metra dýpi í rústunum, að því er BBC greinir frá.
Björgunarsveitarmaðurinn Hasan Binay benti á að það að grafa göng í steypuna væri mjög viðkvæm aðgerð, þar sem ein röng hreyfing gæti leitt til stórslyss.
Jarðýta var notuð til að lyfta og halda þykkri steypu til að koma í veg fyrir að byggingin myndi hrynja meira þegar byrjað væri að grafa. Klukkan var hálfníu að staðartíma þegar hafist var handa við að grafa.
Eftir nokkrar klukkustundir varð að gera hlé á aðgerðum þegar sterkur eftirskjálfti reið yfir. Björgunarsveitarmenn yfirgáfu rústirnar. „Þetta er grimmur veruleiki. Öryggi liðsins okkar er í fyrirrúmi,“ sagði Binay.
Hálfri klukkustund síðar fóru Ozturk og þrír aðrir aftur á vettvang.
„Verið ekki hræddar, við munum ekki skilja ykkur eftir,“ sagði Ozturk við stúlkurnar sem héldu að þær hefðu verið skildar eftir til að deyja.
Klukkan fimm um nótt voru göngin orðin nógu stór til að grennsti björgunarmaðurinn gæti skriðið niður.
„Lík móður okkar er farið að lykta og við getum ekki andað almennilega,“ sagði Irem. Þær höfðu legið við hlið látinnar móður sinnar dögum saman.
Klukkan hálfsjö um morguninn tókst að bjarga Irem úr rústunum og var Merve dregin út um hálftíma síðar. „Er ég virkilega á lífi?“ spurði Merve.
Systurnar voru fluttar á sjúkrahús á vettvangi og vinir þeirra sem höfðu verið á vettvangi alla nóttina fögnuðu því innilega að þær hefðu fundist á lífi.