Sameinuðu þjóðirnar búast við því að fjöldi látinna eftir jarðskjálftann sem skók Tyrkland og Sýrland eigi eftir að tvöfaldast, að minnsta kosti. Núna hafa rúmlega 28 þúsund manns fundist látnir.
Sameinuðu þjóðirnar búast við því að fjöldi látinna eftir jarðskjálftann sem skók Tyrkland og Sýrland eigi eftir að tvöfaldast, að minnsta kosti. Núna hafa rúmlega 28 þúsund manns fundist látnir.
Sameinuðu þjóðirnar búast við því að fjöldi látinna eftir jarðskjálftann sem skók Tyrkland og Sýrland eigi eftir að tvöfaldast, að minnsta kosti. Núna hafa rúmlega 28 þúsund manns fundist látnir.
Martin Griffiths, yfirmaður hjálparstarfs hjá SÞ, heimsótti í gær tyrknesku borgina Kahramanmaras, sem er staðsett nálægt upptökum skjálftans.
„Ég held að það sé erfitt að meta það nákvæmlega vegna þess að við þurfum að komast undir rústirnar en ég er viss um að hann muni tvöfaldast eða jafnvel meira,“ sagði Griffiths, spurður út í mat hans á því hversu margir gætu hafa farist í hamförunum.
Um 24.600 hafa fundist látnir í Tyrklandi og um 3.600 í Sýrlandi. Sex ára sýrlenskum dreng, Musa Hmeidi, var bjargað úr húsarústum í bænum Jandairis í norðvesturhluta landsins á föstudag, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Tugir þúsunda björgunarstarfsmanna leita í rústum bygginga eftir fólki á lífi en vonir um slíkt dvína með hverjum deginum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að að minnsta kosti 870 þúsund manns þurfi nauðsynlega á heitum máltíðum að halda víðs vegar um Tyrkland og Sýrland. Allt að 5,3 milljónir manna hafa misst heimili sín, bara í Sýrlandi.
Jarðskjálftinn hefur haft áhrif á næstum 26 milljónir manna á einn eða annan hátt, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.