Bjó uppskriftina til með syni sínum

Uppskriftir | 13. febrúar 2023

Bjó uppskriftina til með syni sínum

„Þessi uppskrift varð til þegar ég og strákurinn minn (9 ára) vorum í fríi heima,“ segir Linda Ben um þennan geggjaða hummus. „Við vorum eitthvað að græja í eldhúsinu eins og svo oft áður, þróa uppskriftir fyrir síðuna, meðal annars að baka brauð og eitthvað fleira. Mér datt í hug að gera hummus með brauðinu, en honum leist alls ekki á þá hugmynd, hann sagði að sér fyndist hummus vondur.

Bjó uppskriftina til með syni sínum

Uppskriftir | 13. febrúar 2023

Ljósmynd/Linda Ben

„Þessi uppskrift varð til þegar ég og strákurinn minn (9 ára) vorum í fríi heima,“ segir Linda Ben um þennan geggjaða hummus. „Við vorum eitthvað að græja í eldhúsinu eins og svo oft áður, þróa uppskriftir fyrir síðuna, meðal annars að baka brauð og eitthvað fleira. Mér datt í hug að gera hummus með brauðinu, en honum leist alls ekki á þá hugmynd, hann sagði að sér fyndist hummus vondur.

„Þessi uppskrift varð til þegar ég og strákurinn minn (9 ára) vorum í fríi heima,“ segir Linda Ben um þennan geggjaða hummus. „Við vorum eitthvað að græja í eldhúsinu eins og svo oft áður, þróa uppskriftir fyrir síðuna, meðal annars að baka brauð og eitthvað fleira. Mér datt í hug að gera hummus með brauðinu, en honum leist alls ekki á þá hugmynd, hann sagði að sér fyndist hummus vondur.

Við ræddum málið og ákváðum að prófa okkur áfram með hummusuppskriftir, markmiðið var að gera hummus sem honum fyndist góður.“

Hann elskar allt djúsí svo við vildum hafa hann extra mjúkan og flöffí. Við maukuðum því kjúklingabaunirnar með vökvanum sem þær koma í, útkoman var rosa létt og mjúk. Hnetusmjör er í miklu uppáhaldi hjá honum svo við ákváðum að setja hnetusmjör í hummusinn. Við settum líka tahini-ið frá Muna út í, nokkuð sem hefði ekki gert áður en ég smakkaði Muna tahini-ið en mér fannst tahini alltaf vont áður en ég smakkaði það frá Muna. Svo settum við nóg af ólífuolíu út í og smökkuðum okkur svo til með hunangi og salti.

Útkoman varð þannig að barnið kláraði hummusinn! Hann algjörlega elskaði þetta. Það er því öruggt að segja að við náðum markmiðinu okkar. Hann sagði að hummusinn væri geggjað góður og því heitir þessi uppskrift einfaldlega geggjað góði hnetusmjörshummusinn.“

Geggjað góði hnetusmjörshummusinn

  • 1 krukka kjúklingabaunir (með vökvanum) frá Muna
  • 1 msk. tahini frá Muna
  • 1-1 1/2 msk akasíuhunang (byrjið á að setja 1 msk, bætið við meira ef ykkur finnst vanta) frá Muna
  • 2 msk. hnetusmjör frá Muna
  • 3 msk. ólífuolía frá Muna
  • salt
  • salthnetur og kókosflögur (skraut, má sleppa)

Aðferð:

  1. Allt sett saman í blandara og maukað þar til silkimjúkt.
  2. Setjið í skál, bæti örlitlu af ólífuolíu ofan á hummusinn og ef þið viljið getið þið skreytt hann með salthnetum og kókosflögum.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is