Fjöldi látinna heldur áfram að hækka í Tyrklandi og Sýrlandi í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrir rétt rúmri viku. Aðstoð er sög hafa borist hægt og þá sérstaklega til norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum.
Fjöldi látinna heldur áfram að hækka í Tyrklandi og Sýrlandi í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrir rétt rúmri viku. Aðstoð er sög hafa borist hægt og þá sérstaklega til norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum.
Fjöldi látinna heldur áfram að hækka í Tyrklandi og Sýrlandi í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrir rétt rúmri viku. Aðstoð er sög hafa borist hægt og þá sérstaklega til norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum.
Eftir meira en viku af aðgerðum hafa viðbragðsaðilar nú hægt á leit af lifandi fólki í rústum skjálftans, sem var 7,8 að styrkleika. Aðgerðirnar snúast nú meira að því að þjónusta þá sem eftirlifandi eru og urðu heimilislausir í kjölfar skjálftans. AFP greinir frá.
Fjöldi látinna er nú kominn yfir 35 þúsund. Rúmlega 31 þúsund hafa látið lífið í Tyrklandi og rúmlega þrjú þúsund í Sýrlandi. Enn eru þó einhverjir að finnast lifandi í rústunum.
Mikil þörf er á vistum á svæðunum og hafa Sameinuðu þjóðirnar hvatt heimsbyggðina til þess að senda hvað þau geta. Greint er frá því að í myndefni frá Hatay héraði í Tyrklandi megi sjá fólk berjast um fatnað sem dreift sé um götur borgarinnar.
Einhverjir viðbragðsaðilar hafa lýst yfir óánægju sinni hvað varðar vöntun á björgunarbúnaði á svæðinu. Þörf hafi verið á sérgerðum búnaði og skynjurum sem hefðu gert viðbragðsaðilum kleift að bjarga hundruðum til viðbótar. Í stað þróaðs búnaðar hafi þurft að grípa til þess að leita að fólki með handafli og skóflum að vopni.