Íslendingar verða áfram í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 13. febrúar 2023

Íslendingar verða áfram í Tyrklandi

Staðfest tala látinna í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálftana þar fyrir viku er nú kominn yfir 33 þúsund manns og óttast er að sú tala hækki enn á næstu dögum. Vonir um að fólk finnist á lífi í rústum úr þessu hafa dofnað mjög.

Íslendingar verða áfram í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 13. febrúar 2023

Ómissandi teymi.
Ómissandi teymi. Ljósmynd/Landsbjörg

Staðfest tala látinna í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálftana þar fyrir viku er nú kominn yfir 33 þúsund manns og óttast er að sú tala hækki enn á næstu dögum. Vonir um að fólk finnist á lífi í rústum úr þessu hafa dofnað mjög.

Staðfest tala látinna í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálftana þar fyrir viku er nú kominn yfir 33 þúsund manns og óttast er að sú tala hækki enn á næstu dögum. Vonir um að fólk finnist á lífi í rústum úr þessu hafa dofnað mjög.

Bandarískar rústabjörgunarsveitir hafa óskað þess að íslenski björgunarhópurinn verði áfram við störf á svæðinu, enda verkefnin næg. Áður hafði verið ráð fyrir því gert að Íslendingarnir héldu heim á leið á næstu dögum og hluti þeirra raunar lagður í hann.

Þeir Íslendingar sem eftir verða munu hafa bækistöð í búðum á vegum Bandaríkjamanna í Adiyaman. 

mbl.is