Annie Mist segir skilið við liðið sitt

Crossfit | 14. febrúar 2023

Annie Mist segir skilið við liðið sitt

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir ætlar að taka þátt í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Annie hefur tekið ellefu sinnum áður þátt í einstaklingskeppninni og unnið tvisvar sinnum.

Annie Mist segir skilið við liðið sitt

Crossfit | 14. febrúar 2023

Annie Mist Þórisdóttir ætlar að taka þátt í einstaklingskeppninni á …
Annie Mist Þórisdóttir ætlar að taka þátt í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í Crossfit. Ljósmynd/Aðalheiður Ásmundsdóttir

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir ætlar að taka þátt í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Annie hefur tekið ellefu sinnum áður þátt í einstaklingskeppninni og unnið tvisvar sinnum.

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir ætlar að taka þátt í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Annie hefur tekið ellefu sinnum áður þátt í einstaklingskeppninni og unnið tvisvar sinnum.

Á síðasta ári keppti hún með liðinu Crossfit Reykjavík en hefur nú ákveðið að segja skilið við liðið. Tímabilið í Crossfit hefst nú í vikunni þegar opna mótið hefst. 

Annie greindi frá þessu í færslu á Instagram og rifjar upp upphaf ferils síns í íþróttinni.

„Til allra þeirra sem sögðu að ég hefði átt að leggja skónna á hilluna eftir að hafa unnið tvö ár í röð árin 2011 og 2012. Takk fyrir að kveikja eldinn innra með mér,“ skrifar Annie í færsluna.

mbl.is