„Krefjandi verkefni fyrir allt og alla“

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 14. febrúar 2023

„Krefjandi verkefni fyrir allt og alla“

„Þetta var mjög krefjandi verkefni fyrir allt og alla,“ segir Björn J. Gunnarsson, sem kom heim í dag eftir björgunarstörf í Tyrklandi.

„Krefjandi verkefni fyrir allt og alla“

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 14. febrúar 2023

Hópnum var vel tekið af fjölskyldu og vinum í húsi …
Hópnum var vel tekið af fjölskyldu og vinum í húsi almannavarna í Skaftahlíð um fimm leytið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var mjög krefjandi verkefni fyrir allt og alla,“ segir Björn J. Gunnarsson, sem kom heim í dag eftir björgunarstörf í Tyrklandi.

„Þetta var mjög krefjandi verkefni fyrir allt og alla,“ segir Björn J. Gunnarsson, sem kom heim í dag eftir björgunarstörf í Tyrklandi.

Hluti íslenska hópsins sem fór til Tyrklands, til að sinna björgunarstörfum eftir skjálftana sem riðu þar yfir í síðustu viku, kom heim í dag.

Hópnum var vel tekið af fjölskyldu og vinum í húsi almannavarna í Skaftahlíð um klukkan fimm síðdegis.

„Þetta hefði ekki hafst nema með miklu og góðu samstarfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar,“ segir Björn í samtali við mbl.is.

Þakkar hann einnig Icelandair fyrir sinn stuðning og slysadeild Landspítalans fyrir að hafa gefið hópnum lyf til að taka með út.

Björn var hópstjóri hópsins sem kom heim í dag.
Björn var hópstjóri hópsins sem kom heim í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Haítí-farar miðluðu reynslu

Hinn hluti íslenska hópsins mun kom heim í lok vikunnar, en hópurinn stýrir nú öllu alþjóðabjörgunarstarfi í Tyrklandi. Björn segir nokkra í hópnum hafa farið til Haítí til að sinna björgunarstörfum eftir skjálftann sem reið þar yfir árið 2010. Hann segir reynslu þeirra hafa nýst hópnum vel. 

„Við erum svo hepp­in með það að í þess­um hóp voru tölu­vert marg­ir sem einnig fóru til Haítí og gátu því miðlað reynslu sinni og und­ir­búið þá sem ekki hafa farið,“ seg­ir Björn og bæt­ir við:

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í 26 ár en ég hef aldrei áður farið á erlenda grund sem björgunarsveitarmaður, þannig að vissu leyti var þetta mikil upplifun en með góðri þjálfun og æfingu getur maður tekist á við þetta.“

Hópurinn kom heim í dag.
Hópurinn kom heim í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is