Veitingahús sem er algjörlega geggjað

Erlend veitingahús | 14. febrúar 2023

Veitingahús sem er algjörlega geggjað

Kopar og eik eru efniviðir sem dansa þétt saman á veitingastaðnum Ikoyi í London og útkoman er geggjuð.

Veitingahús sem er algjörlega geggjað

Erlend veitingahús | 14. febrúar 2023

Stórglæsilegt veitingahús sem staðsett er í London.
Stórglæsilegt veitingahús sem staðsett er í London. mbl.is/Irina Boersma

Kopar og eik eru efniviðir sem dansa þétt saman á veitingastaðnum Ikoyi í London og útkoman er geggjuð.

Kopar og eik eru efniviðir sem dansa þétt saman á veitingastaðnum Ikoyi í London og útkoman er geggjuð.

Það er David Thulstrup sem á heiðurinn að hönnun staðarins. Hann er með áberandi sveigju í lofti sem gefur heildarrýminu fallegan blæ. Veggir staðarins eru klæddir með oxuðum koparplötum með býflugnavaxi og gólfin eru þakin Gris de Catalan-kalksteini sem burstaður með sérstakri tækni til að mynda hamrað yfirborðið. Húsgögnin eru sérsmíðuð og víða má sjá veggpanela, klædda engiferlituðu leðri.

Á Ikoyi er hráefnið fyrsta flokks, beint frá býli í bland við spennandi krydd frá Vestur-Afríku. Og það sem vekur mikla athygli er stór ísskápur sem tekur á móti gestum er þeir mæta á staðinn - fullur af kjöti og fiski til að minna fólk á hvaðan maturinn kemur.

Kopar og eik eru hér í aðalhlutverki.
Kopar og eik eru hér í aðalhlutverki. mbl.is/Irina Boersma
mbl.is/Irina Boersma
Sveigðar línur eru áberandi í hönnun staðarins.
Sveigðar línur eru áberandi í hönnun staðarins. mbl.is/Irina Boersma
mbl.is/Irina Boersma
mbl.is/Irina Boersma
mbl.is/Irina Boersma
mbl.is