Ætlaði sér að stela barni á spítala í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 16. febrúar 2023

Ætlaði sér að stela barni á spítala í Tyrklandi

Maður sem ætlaði sér að stela barni á spítala í Samandag-hverfi í Hatay-héraði í Tyrklandi hefur verið handtekinn. Maðurinn þóttist vera lögreglustjóri á svæðinu til þess að framkvæma verknaðinn en var stöðvaður af spítalastarfsmönnum áður en honum tókst ætlunarverk sitt.

Ætlaði sér að stela barni á spítala í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 16. febrúar 2023

Mikil eyðilegging er á svæðinu í kjölfar skjálftans.
Mikil eyðilegging er á svæðinu í kjölfar skjálftans. AFP/Yasin Akgul

Maður sem ætlaði sér að stela barni á spítala í Samandag-hverfi í Hatay-héraði í Tyrklandi hefur verið handtekinn. Maðurinn þóttist vera lögreglustjóri á svæðinu til þess að framkvæma verknaðinn en var stöðvaður af spítalastarfsmönnum áður en honum tókst ætlunarverk sitt.

Maður sem ætlaði sér að stela barni á spítala í Samandag-hverfi í Hatay-héraði í Tyrklandi hefur verið handtekinn. Maðurinn þóttist vera lögreglustjóri á svæðinu til þess að framkvæma verknaðinn en var stöðvaður af spítalastarfsmönnum áður en honum tókst ætlunarverk sitt.

Greint er frá því að starfsfólk hafi séð að löggæsluskilríki hans væru fölsuð og kallað lögreglu á vettvang. Þegar maðurinn var handtekinn kom í ljós að hann hefði verðmæti í fórum sér sem voru virði 6.500 bandaríkjadala eða rúmlega 952 þúsund íslenskra króna. Um var að ræða gull, tyrkneska líru og evrur.

Jarðskjálfti sem var 7,8 að stærð gekk yfir Tyrkland og hluta Sýrlands þann 7. febrúar. Nærri 40 þúsund manns hafa látið lífið eftir skjálftann og eru milljónir manna nú á flótta í kjölfar skjálftans.

Talið er að 1.362 börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar í kjölfar skjálftans. Þá hafa foreldrar á svæðinu lýst áhyggjum sínum af möguleikanum á að börnum þeirra verði stolið.

mbl.is