Bandaríski leikarinn Alec Baldwin mun áfram fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rust, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi við tökur á myndinni. Fyrirhugað er að tökur hefjist aftur nú í vor.
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin mun áfram fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rust, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi við tökur á myndinni. Fyrirhugað er að tökur hefjist aftur nú í vor.
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin mun áfram fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rust, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi við tökur á myndinni. Fyrirhugað er að tökur hefjist aftur nú í vor.
Saksóknari í Nýju Mexíkó gaf í janúar út ákæru á hendur Baldwin vegna andláts tökumannsins Halynu Hutchins. Lést hún við tökur á myndinni í október árið 2021.
Hluti af starfsfólkinu sem vann áður við tökur á Rust snýr aftur auk þess sem nýtt starfsfólk mun taka þátt í verkefninu. Bianca Cline mun taka við stöðu Hutcins sem tökumaður.
Tökur á Rust eru ekki þær einu sem eru fyrirhugaðar, en ekkill Hutchins hefur samþykkt gerð heimildarmyndar um eiginkonu sína.
Í heimildarmyndinni verður fjallað um líf og starf Hutchins sem tökumanns. Þá verður fjallað um Rust, hennar síðasta verkefni, og hvernig verður haldið áfram með það verkefni eftir lát hennar.