Farið að bera á undanþágum

Kjaraviðræður | 16. febrúar 2023

Farið að bera á undanþágum

Útfærslur á undantekningum á verkfalli olíubílstjóra Eflingar eru nú í ferli hjá undanþágunefnd og tekið að bera á útfærslum þeirra.

Farið að bera á undanþágum

Kjaraviðræður | 16. febrúar 2023

„Þetta er í góðri vinnslu. Þetta er auðvitað smá snúið …
„Þetta er í góðri vinnslu. Þetta er auðvitað smá snúið og umfangsmikið verkefni en mun ekki verða vandamál,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ. mbl.is/Unnur Karen

Útfærsl­ur á und­an­tekn­ing­um á verk­falli olíu­bíl­stjóra Efl­ing­ar eru nú í ferli hjá und­anþágu­nefnd og tekið að bera á út­færsl­um þeirra.

Útfærsl­ur á und­an­tekn­ing­um á verk­falli olíu­bíl­stjóra Efl­ing­ar eru nú í ferli hjá und­anþágu­nefnd og tekið að bera á út­færsl­um þeirra.

Greint var frá því fyr­ir skemmstu að Ork­an muni þjón­usta viðbragðsaðila á bens­ín­stöð sinni í Skóg­ar­hlíð.

„Þetta er í góðri vinnslu. Þetta er auðvitað smá snúið og um­fangs­mikið verk­efni en mun ekki verða vanda­mál,“ seg­ir Hall­dór Odds­son, lög­fræðing­ur ASÍ, sem er und­anþágu­nefnd til aðstoðar.

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ.
Hall­dór Odds­son lög­fræðing­ur ASÍ. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Olíu­fyr­ir­tæk­in hafi svig­rúm

Aðspurður kveðst hann ekki geta full­yrt ná­kvæm­lega hvenær út­færsl­urn­ar verði full­kom­lega til­bún­ar.

„Ég er bara núna að vinna í þess­um tækni­legu út­færsl­um til þess að af­greiða þetta hratt og vel, án þess að sköpuð sé auk­in hætta á verk­falls­brot­um eða eitt­hvað slíkt.“

Útfærsl­urn­ar sjálf­ar seg­ir Hall­dór að séu á borði olíu­fyr­ir­tækj­anna. Þau hafi svig­rúm til þess að út­færa fram­kvæmd­ina eft­ir forskrift und­anþágu­nefnd­ar.

„Við erum bara að vinna í þessu. Útfærsl­an á þessu mun ekki vefjast fyr­ir nein­um, það verður tryggt að þetta verði allt í lagi. Það get ég þó alla­vega ábyrgst. Það er bara heil­brigt og gott sam­tal milli aðila sem þarf til þess að svo verði.“

mbl.is