Neita sök í máli Tyre Nichols

Lögreglan í Bandaríkjunum | 17. febrúar 2023

Neita sök í máli Tyre Nichols

Fyrrverandi lögreglumennirnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á Tyre Nichols hafa neitað sök fyrir rétti.

Neita sök í máli Tyre Nichols

Lögreglan í Bandaríkjunum | 17. febrúar 2023

Mikil mótmæli brutust út í kjölfar andláts Nichols.
Mikil mótmæli brutust út í kjölfar andláts Nichols. AFP/Eduardo Munoz

Fyrrverandi lögreglumennirnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á Tyre Nichols hafa neitað sök fyrir rétti.

Fyrrverandi lögreglumennirnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á Tyre Nichols hafa neitað sök fyrir rétti.

Árás lögreglumannanna átti sér stað þann 7. janúar síðastliðinn í Memphis í Tennessee ríki í Bandaríkjunum þegar þeir stöðvuðu Nichols við akstur stutt frá heimili sínu.

Myndbönd af árásinni sýndu hrottalega meðferð lögreglumannanna fimm á Nichols þar sem gengið er heiftarlega í skrokk á honum. Einnig notuðu þeir piparúða og rafbyssur á Nichols. Þá voru honum veittar skipanir sem ómögulegt var fyrir hann að framfylgja með hendur í handjárnum fyrir aftan bak, liggjandi á jörðinni.

Nichols lést á sjúkrahúsi, þremur dögum eftir árásina, 29 ára að aldri.

Enn er óljóst af hverju lögreglumennirnir réðust eins harkalega að Nichols og raun ber vitni. Slökkt var á búkmyndavélum lögreglumannanna þangað til að ákvörðunin um að stöðva hann hafði verið tekin.

mbl.is