„Lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi“

Frægir fjölga sér | 18. febrúar 2023

„Lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi“

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, á von á litlum strák með sambýliskonu sinni Kristel Þórðardóttur. Gunnlaugur eða Gulli Arnar eins og hann er jafnan kallaður hefur í nógu að snúast en auk þess að eiga von á frumburðinum í apríl rekur hann eitt vinsælasta handverksbakarí landsins í heimabænum Hafnarfirði.

„Lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi“

Frægir fjölga sér | 18. febrúar 2023

Kristel Þórðardóttir og Gunnlaugur Arnar Ingason eiga von á barni. …
Kristel Þórðardóttir og Gunnlaugur Arnar Ingason eiga von á barni. Hundurinn Bósi er að verða stóri bróðir.

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, á von á litlum strák með sambýliskonu sinni Kristel Þórðardóttur. Gunnlaugur eða Gulli Arnar eins og hann er jafnan kallaður hefur í nógu að snúast en auk þess að eiga von á frumburðinum í apríl rekur hann eitt vinsælasta handverksbakarí landsins í heimabænum Hafnarfirði.

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, á von á litlum strák með sambýliskonu sinni Kristel Þórðardóttur. Gunnlaugur eða Gulli Arnar eins og hann er jafnan kallaður hefur í nógu að snúast en auk þess að eiga von á frumburðinum í apríl rekur hann eitt vinsælasta handverksbakarí landsins í heimabænum Hafnarfirði.

„Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini. Ég og bróðir Kristelar, Doddi sem er flottasti flugmaður landsins, höfum þekkst síðan við vorum ungir saman í fótboltanum og var það blautur draumur hans að fá mig inn í fjölskylduna,“ segir Gulli þegar hann lýsir því hvernig þau Kristel kynntust.

Var það alltaf draumur að verða pabbi?

„Já ég verð að viðurkenna það að ég hef lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi. Ég hef alltaf verið þannig að ég vill hafa nóg að gera og mikið fyrir stafni svo ég tek verðandi föðurhlutverki af mikilli spennu og tilhlökkun.“

Eruð þið á fullu í hreiðurgerð?

„Já við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir í Áslandinu í Hafnarfirði. Við fluttum í íbúð síðasta vor eftir að hafa gert hana upp. Í framkvæmdunum reiknuðum við með og vonuðumst til að stutt væri í að fjölskyldan okkar myndi stækka svo við gerðum drög að barnaherbergi í leiðinni. Núna þegar styttist í settan dag erum við langt á veg komin með að kaupa það helsta sem okkur vantar. Kristel hefur stýrt þessu af prýði en það er mikilvægt að vera með gott skipulag þegar verið er að taka heimilið í gegn.“

Kristel og Gulli eru búin að koma sér vel fyrir.
Kristel og Gulli eru búin að koma sér vel fyrir.

Finnið þið fyrir því að það þarf að kaupa mikið og gera mikið áður en barnið kemur?

„Já þessu nýja hlutverki fylgir auðvitað mikið af breytingum. Þetta er okkar fyrsta barn svo við höfum þurft að kaupa ansi mikið núna í byrjun. Við ákváðum einnig að vanda okkur mikið og skoðuðum vel það sem okkur leist best á þegar kemur að stórum hlutum eins og barnavögnum, rúmi, stólum, vöggum og þess háttar. Við reyndum að kaupa góðar vörur sem endast vel sem hægt er þá að nýta fyrir yngri systkini þegar að því kemur. Það fer auðvitað mjög mikill tími í vinnu hjá mér og er ég alla daga í bakaríinu. Við styðjum vel við hvort annað og þegar tími gefst erum við dugleg að kíkja saman á barnavörur eða annað fyrir heimilið. Það þarf heldur ekki að kaupa allt í einni ferð svo við höfum dreift kaupunum mikið yfir meðgönguna.“

Gulli er vinsæll bakari.
Gulli er vinsæll bakari.

Hvernig er að fylgjast með konunni sinni baka barn?

„Það er dásamlegt að fylgjast með makanum sínum í þessu ferli og hefur Kristel staðið sig stórkostlega. Það er mikið álag og vinna lögð á konur í meðgöngu og ber ég ómælda virðingu fyrir öllum sem ganga með barn. Það er fullt sem pabbarnir geta gert en fyrst og fremst snýst það um að styðja makann eins mikið og hægt er. Við erum mjög samrýnd og erum dugleg að tala saman um hvernig við viljum hafa hlutina. Núna þegar liðið er langt á meðgönguna reynir maður að gera eins mikið og hægt er sem léttir álagið á konunni sinni, eins og að sjá um eldamennskuna, búðarferðirnar, bera töskur, poka eða aðra fylgihluti. Allir litlir hlutir hjálpa. Blessunarlega hefur meðgangan gengið mjög vel hjá okkur hingað til og höldum við áfram að hugsa vel um okkur fram að fæðingu. Mamma, sem er ljósmóðir, hefur verið dugleg að minna mig á hvað stuðningur er mikilvægur fyrir konur í meðgöngu, svo ég vona að ég sé að standa mig þokkalega.“

Gulli vill hafa mikið fyrir stafni og á eftir að …
Gulli vill hafa mikið fyrir stafni og á eftir að njóta þess að verða pabbi og reka bakarí.

Hvernig ertu að undirbúa þig undir nýtt hlutverk?

„Við erum auðvitað fyrst og fremst búin að undirbúa okkur saman með því að vera dugleg að tala um það hvernig uppeldi og umhverfi við viljum að börnin okkar alist upp við. Það er mikilvægt að foreldrarnir séu á sömu blaðsíðu og séu samrýnd í undirbúningi og uppeldi. Hvað varðar meðgönguna og fæðinguna er Kristel mjög dugleg að hlusta á og lesa um hin ýmsu góðu ráð. Við erum svo að sækja nokkur námskeið hjá 9 mánuðum sem ég er mjög spenntur fyrir og hlakka ég til að fræðast meira um ferlið. Þau munu undirbúa mann vel fyrir fæðinguna sjálfa.“

Hvernig pabbi langar þig til þess að verða?

„Mig langar auðvitað að verða frábær pabbi og fyrirmynd. Ég tel mig hafa allt fram að færa til að vera góður pabbi. Við verðandi foreldrarnir erum bæði jákvæð, dugleg og umhyggjusöm svo við teljum okkur vera mjög tilbúin að fá lítinn gaur í fjölskylduna,“ segir Gulli.

mbl.is