Berger braut blað í sögu BAFTA

Verðlaunahátíðir 2023 | 19. febrúar 2023

Berger braut blað í sögu BAFTA

Fyrri heimstyrjaldar kvikmyndin Im Westen nicht Neues var sigurvegari kvöldsins á bresku kvikmyndaverðlaunahátíðinni, BAFTA, sem fram fór í Lundúnum í kvöld. Alls hlaut kvikmyndin sjö verðlaun.

Berger braut blað í sögu BAFTA

Verðlaunahátíðir 2023 | 19. febrúar 2023

Þýski leikstjórinn Edward Berger braut blað í sögu BAFTA þegar …
Þýski leikstjórinn Edward Berger braut blað í sögu BAFTA þegar mynd hans, All Quiet on the Western Front, hlaut sjö verðlaun í kvöld. AFP

Fyrri heimstyrjaldar kvikmyndin Im Westen nicht Neues var sigurvegari kvöldsins á bresku kvikmyndaverðlaunahátíðinni, BAFTA, sem fram fór í Lundúnum í kvöld. Alls hlaut kvikmyndin sjö verðlaun.

Fyrri heimstyrjaldar kvikmyndin Im Westen nicht Neues var sigurvegari kvöldsins á bresku kvikmyndaverðlaunahátíðinni, BAFTA, sem fram fór í Lundúnum í kvöld. Alls hlaut kvikmyndin sjö verðlaun.

Myndin, sem er þýsk, var tilnefnd til fjórtán verðlauna, en leikstjórinn Edward Berger hlaut verðlaunin í flokki leikstjóra. Braut myndin blað í sögu BAFTA, en engin mynd sem ekki er á ensku hefur hlotið jafn mörg verðlaun og Im Westen nicht Neues. 

Auk þess að hljóta verðlaun í flokki leikstjóra var handrit hennar einnig valið besta aðlagaða handritið og hún valin besta myndin ekki á ensku. 

Butler valinn bestur

The Banshees of Inisherin var valin besta breska myndin og hlutu leikararnir Kerry Condon og Barry Keoughan verðlaun í flokk leikkonu og leikara í aukahlutverki. 

Handritið að The Banshees of Inisherin var valið besta upprunalega handritið.

Leikarinn Austin Butler var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis og Cate Blanchett hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Tár.

Heimildarmyndin Navalny var valin sú besta í sínum flokki.

Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis.
Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis. AFP
mbl.is