Annar stór skjálfti í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 20. febrúar 2023

Annar stór skjálfti í Tyrklandi

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist í Hatay-héraði í suðurhluta Tyrklands í dag, sá stærsti síðan 7,8 stiga skjálfti varð 6. febrúar.

Annar stór skjálfti í Tyrklandi

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 20. febrúar 2023

Eyðilegging í Antakya-borg 18. febrúar
Eyðilegging í Antakya-borg 18. febrúar AFP/Sameer al-Doumy

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist í Hatay-héraði í suðurhluta Tyrklands í dag, sá stærsti síðan 7,8 stiga skjálfti varð 6. febrúar.

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist í Hatay-héraði í suðurhluta Tyrklands í dag, sá stærsti síðan 7,8 stiga skjálfti varð 6. febrúar.

Skjálftinn varð klukkan 20.04 að staðartíma í kvöld, eða klukkan 17.04 að íslenskum tíma og fannst hann vel í Antakya og Adana, 200 kílómetrum norðanvið upptök jarðskjálftans.

Blaðamaður AFP segir að mikil hræðsla hafi orðið í kjölfar skjálftans og að heyrst hafi í fólki kalla á hjálp og það sagst vera slasað.

44.000 manns hafa látið lífið í Tyrklandi og Sýrlandi síðan stóri skjálftinn varð 6. febrúar.

Uppfært klukkan 19

Byggingar sem skemmdust í stóra skjálftanum á hamfarasvæðinu í Tyrklandi hrundu í jarðskjálftanum í kvöld.

Skjálftinn fannst einnig í Líbanon og í Sýrlandi en eftirskjálfti að stærðinni 5,8 fylgdi þremur mínútum síðar.

Almannavarnir í Tyrklandi vara fólki frá því að vera nálægt ströndum landsins því sjávarborð geti hækkað um 50 sentímetra vegna skjálftans.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort mannfall hafi orðið.

mbl.is