Morgunverður einkaþjálfarans

Uppskriftir | 20. febrúar 2023

Morgunverður einkaþjálfarans

„Þessi holli grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldið áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem hollt nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Dásamlega góður grautur sem ég hvet ykkur til að prófa!“ segir einkaþjálfarinn og heilsudrottningin Anna Eiríksdóttir um þennan graut sem er vel þess virði að prófa.

Morgunverður einkaþjálfarans

Uppskriftir | 20. febrúar 2023

„Þessi holli grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldið áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem hollt nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Dásamlega góður grautur sem ég hvet ykkur til að prófa!“ segir einkaþjálfarinn og heilsudrottningin Anna Eiríksdóttir um þennan graut sem er vel þess virði að prófa.

„Þessi holli grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldið áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem hollt nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Dásamlega góður grautur sem ég hvet ykkur til að prófa!“ segir einkaþjálfarinn og heilsudrottningin Anna Eiríksdóttir um þennan graut sem er vel þess virði að prófa.

Vanillu- & kókosgrautur

  • 1 dl hafrar frá MUNA
  • 1 msk. chiafræ frá MUNA
  • 2 dl möndlumjólk
  • 1/2 dl lífrænt kókosmjöl
  • 2 góðar msk. grísk jógúrt (mér finnst með vanillu og kókos frá Örnu æði)
  • smá skvetta akasíuhunang eða agavesíróp
  • á toppinn – mangó eða það sem ykkur þykir gott

Aðferð

  1. Blandið öllu saman í glerkrukku og hrærið vel, setjið mangó á toppinn.
  2. Setjið krukkuna í ísskáp og látið standa yfir nótt.
  3. Einfaldara gerist það ekki og ótrúlega gómsætt!
mbl.is