Að minnsta kosti sex látnir

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 21. febrúar 2023

Að minnsta kosti sex látnir

Að minnsta kosti sex létust er jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Hatay-héraði í suður­hluta Tyrk­lands í gærkvöldi.

Að minnsta kosti sex látnir

Jarðskjálfti í Tyrklandi 2023 | 21. febrúar 2023

Að minnsta kosti sex létust er jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Hatay-héraði í suður­hluta Tyrk­lands í gærkvöldi.

Að minnsta kosti sex létust er jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Hatay-héraði í suður­hluta Tyrk­lands í gærkvöldi.

Rúmar tvær vikur eru síðan rúmlega 44 þúsund manns létust eftir að skjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir á svæðinu. Tugþúsundir eru enn heimilislausar.

BBC greinir frá því að þremur mínútum eftir að skjálftinn fannst í gær hafi riðið yfir 5,8 stiga skjálfti og í kjölfarið mælst 31 minniháttar eftirskjálftar. 

Fáir eftir á svæðinu

Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá að 294 einstaklingar hafi særst, 18 af þeim alvarlega. 

Talið er að tiltölulega fáir hafi látið lífið þar sem að fáir voru á svæðinu eftir jarðskjálftana 6. febrúar. 

Eyðileggingin í borginni Antakya er gríðarleg.
Eyðileggingin í borginni Antakya er gríðarleg. AFP/Yasin Akgul

„Ég hélt að jörðin myndi rifna í sundur undir fótunum mínum,“ sagði íbúinn Muna al-Omar grátandi er hún hélt á sjö ára syni sínum í viðtali við Reuters. Hún hefur búið í tjaldi í miðborg Antakya eftir jarðskjálftanna í byrjun mánaðarins. 

Talið er að um 470 einstaklingar hafi særst í Sýrlandi vegna skjálftans í gær en þeir fundust einnig í Egyptalandi og Líbanon. 

mbl.is