Stúlka sem fæddist í rústum í bænum Jindayris í norðurhluta Sýrlands, eftir að sterkur skjálfti reið þar yfir þann 6. febrúar, er komin í öruggar hendur. Ættingjar stúlkunnar, sem heitir Afraa al-Suwadi, hafa tekið hana að sér.
Stúlka sem fæddist í rústum í bænum Jindayris í norðurhluta Sýrlands, eftir að sterkur skjálfti reið þar yfir þann 6. febrúar, er komin í öruggar hendur. Ættingjar stúlkunnar, sem heitir Afraa al-Suwadi, hafa tekið hana að sér.
Stúlka sem fæddist í rústum í bænum Jindayris í norðurhluta Sýrlands, eftir að sterkur skjálfti reið þar yfir þann 6. febrúar, er komin í öruggar hendur. Ættingjar stúlkunnar, sem heitir Afraa al-Suwadi, hafa tekið hana að sér.
Saga Afraa skók heimsbyggðina og fór myndefni af björgun hennar í svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum að sumstaðar fékk hún viðurnefnið „kraftaverkabarnið“. Naflastrengur Afraa var enn tengdur látinni móðurinni þegar hún var grafin upp úr rústunum.
„Hún er allt sem ég á, heimurinn minn,“ sagði Khalil al-Suwadi, frændi stúlkunnar við fréttastofu AFP í bænum þar sem hann dvelur nú í tjaldbúðum vegna skjálftans.
Stúlkan var vafin inn í teppi með rauða húfu. Hún var nefnd í höfuðið á móður sinni, Afraa, sem var ein þeirra 45 þúsund sem létust í skjálftanum sem reið yfir Sýrland og Tyrkland og var 7,8 stig að stærð.
Khalil fékk Afraa í hendurnar einni og hálfri viku eftir að hún hafði dvalið á spítala skammt frá. Starfsfólk spítalans gekk úr skugga um að Khalil og stúlkan væru skyld, með DNA-prófi.
„Barnið er lifandi minning móður sinnar, föður og systkina,“ sagði Khalil en öll létust í skjálftanum.