Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona er gestur í hlaðvarpinu Ekkert rusl sem er í umsjón Margrétar Stefánsdóttur og Lenu Magnúsdóttur. Lena er mjög fegin að 2022 sé á enda því hún setti sér það markmið að kaupa ekkert nýtt á því ári. Þegar nýtt ár gekk í garð verslaðir hún eins og brjálæðingur á útsölunum. Hún segir þó að það hafi verið hollt fyrir sig að taka frí frá kaupaum á nýjum vörum og það hafi gert hana að betri neytanda.
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona er gestur í hlaðvarpinu Ekkert rusl sem er í umsjón Margrétar Stefánsdóttur og Lenu Magnúsdóttur. Lena er mjög fegin að 2022 sé á enda því hún setti sér það markmið að kaupa ekkert nýtt á því ári. Þegar nýtt ár gekk í garð verslaðir hún eins og brjálæðingur á útsölunum. Hún segir þó að það hafi verið hollt fyrir sig að taka frí frá kaupaum á nýjum vörum og það hafi gert hana að betri neytanda.
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona er gestur í hlaðvarpinu Ekkert rusl sem er í umsjón Margrétar Stefánsdóttur og Lenu Magnúsdóttur. Lena er mjög fegin að 2022 sé á enda því hún setti sér það markmið að kaupa ekkert nýtt á því ári. Þegar nýtt ár gekk í garð verslaðir hún eins og brjálæðingur á útsölunum. Hún segir þó að það hafi verið hollt fyrir sig að taka frí frá kaupaum á nýjum vörum og það hafi gert hana að betri neytanda.
Vala Kristín lítur ekki á pappa sem rusl heldur horfir hún á hann sem efnivið. Hún horfir á litina og býr til mósaíkverk úr honum. Að skapa og vinna í höndunum er hennar hugleiðsla. Hún grínast með að skreyta einhvern tímann kirkjuloft með svipaðri aðferð. Þó að hún hafi sterkar taugar til umhverfismála þá vill hún eins og við flest fá dópamínkikkið sem felst í því að kaupa eitthvað og þegar þessi þörf kallar þá fer hún með kaffimálið sitt og gefur sér góðan tíma í Verzlanahöllinni til þess að finna gersemar, einhverja notaða fallega flík.
„Það er umsvifamikið verkefni að verða fullkomin í umhverfismálum þó að mann langi mjög mikið til þess,“ segir Vala Kristín og hlær.
Hún klæðist heilt yfir notuðum fatnaði og notar margnota dömubindi. Hún segist vera mjög meðvitaður neytandi. Nýlega flutti Vala Kristín inn í nýja íbúð með unnusta sínum.
„Ég hugsaði með mér að nýja íbúðin yrði draumaíbúðin mín. En þegar allt kom til alls fékk ég mig ekki til að skipta út eldhúsinnréttingunni og baðinnréttingunni þó að draumabaðið og eldhúsið líti aðeins öðruvísi út en það gerir í raun og veru. Ég bara varð að láta umhverfissjónarmið ráða ferðinni og ætla í mesta lagi að mála innréttingarnar og skipta um borðplötur,“ segir Vala Kristín.
Þegar Vala Kristín dekkar borðið fyrir matargesti svíður henni smá yfir því að það sé ekki svona „pintrest“ útlit á því.
„Við unnusti minn eigum ekki samstætt matarstell heldur er það úr ýmsum áttum og meðal annars úr Góða hirðinum frá því að ég keypti mína fyrstu íbúð. Við notum dúk sem er keyptur í Perú og hefur sinn sjarma en þetta er svolítið skrautlegt og úr öllum áttum. Við bætum það þó upp með með félagsskapnum og gleðinni,“ fullyrðir hún.
Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.