Dýrar björgunaraðgerðir í faraldrinum

Kórónuveiran Covid-19 | 22. febrúar 2023

Dýrar björgunaraðgerðir í faraldrinum

Ísland þykir hafa komið nokkuð vel undan „kórónuvetrinum“ og velta í viðskiptahagkerfinu er orðin meiri en hún var fyrir faraldurinn ægilega.

Dýrar björgunaraðgerðir í faraldrinum

Kórónuveiran Covid-19 | 22. febrúar 2023

Í skýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær er …
Í skýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær er farið yfir aðgerðir stjórnvalda þegar ljóst var hvert stefndi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland þykir hafa komið nokkuð vel undan „kórónuvetrinum“ og velta í viðskiptahagkerfinu er orðin meiri en hún var fyrir faraldurinn ægilega.

Ísland þykir hafa komið nokkuð vel undan „kórónuvetrinum“ og velta í viðskiptahagkerfinu er orðin meiri en hún var fyrir faraldurinn ægilega.

Þó hefur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í upphafi síðasta árs með tilheyrandi frosti á mörkuðum og erfiðum aðfangakeðjum haft áhrif á bæði verðbólgu og verðlag í landinu.

Ríkissjóður er orðinn talsvert magur eftir gífurlegar viðbragðsaðgerðir með tilheyrandi fjárútlátum til samfélagsins, enda veit hvert mannsbarn að ekkert er ókeypis í þessari veröld.

Í skýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær er farið yfir aðgerðir stjórnvalda þegar ljóst var hvert stefndi.

Kort/mbl.is

Enginn vissi hversu lengi þetta ástand myndi vara og hvort þjóðfélagið færi hreinlega á hliðina með hrinu gjaldþrota og atvinnumissis.

Stjórnvöld fóru svipaða leið og nágrannaríkin og ákváðu að dæla peningum inn í hagkerfið til að reyna að stuðla að því að fyrirtæki gætu haldið uppi framleiðni í þjóðfélaginu og haft fólk áfram í vinnu.

Það kostaði sitt, því 450 milljarðar króna voru nýttir í mótvægisaðgerðirnar á árunum 2020-2022, eða 4,5% af landsframleiðslu þessara ára. Það sem gerði þetta mögulegt var góð staða ríkissjóðs þegar áfallið dundi á, en ekki er hægt að neita hallanum á ríkissjóði sem fylgdi í kjölfarið og er sá annar mesti í sögu lýðveldisins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is