Tónskáldið Hildur Guðnadóttir var glæsileg í brúnni dragt þegar kvikmyndin Tár var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín á fimmtudaginn. Hildur er höfundur tónlistarinnar í Tár sem skartar stórstjörnum í aðalhlutverkum.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir var glæsileg í brúnni dragt þegar kvikmyndin Tár var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín á fimmtudaginn. Hildur er höfundur tónlistarinnar í Tár sem skartar stórstjörnum í aðalhlutverkum.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir var glæsileg í brúnni dragt þegar kvikmyndin Tár var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín á fimmtudaginn. Hildur er höfundur tónlistarinnar í Tár sem skartar stórstjörnum í aðalhlutverkum.
Hildur klæddist fallegri dragt í hippalegum brúnum lit á frumsýningunni. Punktinn yfir i-ið settu skemmtilegar hvítar tölur á jakkanum. Hvítu smáatriðin gerðu dragtina öðruvísi og að einhverju aðeins extra.
Óskarsverðlaunaleikkonan Cate Blanchett skellti sér einnig til Berlínar en hún fer með hlutverk tónlistarstjórans Lydiu Tár í myndinni. Blanchett sem er öllu vön af rauða dreglinum mætti í marglituðu tjullpilsi frá Givenchy en hún klæddist því einnig á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2018. Blanchett hefur verið dugleg að endurnýta flíkurnar sínar. Hún klæddist til að mynda gömlum óskarskjól á BAFTA-verðlaunahátíðina um síðustu helgi.