Forseti ASÍ: Engin pressa frá Eflingu

Kjarasamningar SA og ASÍ | 25. febrúar 2023

Forseti ASÍ: Engin pressa frá Eflingu

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusam­band Íslands (ASÍ), er sannfærður um að Félagsdómur muni dæma ASÍ í vil í máli þeirra gegn Samtökum atvinnulífisins (SA).

Forseti ASÍ: Engin pressa frá Eflingu

Kjarasamningar SA og ASÍ | 25. febrúar 2023

Málið verður tekið þingfest á mánudaginn. Ekki hafa fengist upplýsngar …
Málið verður tekið þingfest á mánudaginn. Ekki hafa fengist upplýsngar um hvenær aðalmeðferð fer fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusam­band Íslands (ASÍ), er sannfærður um að Félagsdómur muni dæma ASÍ í vil í máli þeirra gegn Samtökum atvinnulífisins (SA).

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusam­band Íslands (ASÍ), er sannfærður um að Félagsdómur muni dæma ASÍ í vil í máli þeirra gegn Samtökum atvinnulífisins (SA).

Greint var frá því fyrr í dag að ASÍ hafi ákveðið að stefna Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins (SA) fyr­ir Fé­lags­dómi til þess að fá boðað verk­bann gegn fé­lags­fólki Efl­ing­ar ógilt.

Spurður hvort Efling hafi ýtt á eftir því að ASÍ höfðaði mál gegn SA segir Kristján:

„Þegar þessi staða kemur upp þá kemur auðvitað félagið inn í þetta með okkur, það er auðvitað alltaf þannig. En engin pressa, það er ekkert þannig. Þetta er mál sem að þarf að fara í. Þetta er risastórt mál sem snertir grundvallaratriði fyrir launfólk á Íslandi.“

Niðurstaða komi líklega á miðvikudag

Verkbann SA tekur gildi á fimmtudag og býst Kristján því við að Félagsdómur komist að niðurstöðu á miðvikudag.

„Samkvæmt lögunum ber Félagsdómi að bregðast hratt við og koma með niðurstöðu fyrir þann tímapunkt.“

Málið verður tekið þingfest á mánudaginn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær aðalmeðferð fer fram.

mbl.is