Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segir það að einhverju leyti létti að ganga úr stjórn Eflingar á næsta aðalfundi og þurfa ekki lengur að sitja undir fúkyrðaflaumi á fundum. Hún hefði viljað halda áfram ef ástandið væri öðruvísi, en telur kröftum sínum betur varið á öðrum vettvangi.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segir það að einhverju leyti létti að ganga úr stjórn Eflingar á næsta aðalfundi og þurfa ekki lengur að sitja undir fúkyrðaflaumi á fundum. Hún hefði viljað halda áfram ef ástandið væri öðruvísi, en telur kröftum sínum betur varið á öðrum vettvangi.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segir það að einhverju leyti létti að ganga úr stjórn Eflingar á næsta aðalfundi og þurfa ekki lengur að sitja undir fúkyrðaflaumi á fundum. Hún hefði viljað halda áfram ef ástandið væri öðruvísi, en telur kröftum sínum betur varið á öðrum vettvangi.
Framboðsfrestur til stjórnar Eflingar rann út í hádeginu í dag, en ekkert framboð barst fyrir utan lista sem trúnaðaráðið samþykkti á fundi sínum fyrr í þessum mánuði. Verður því sjálfkjörið til stjórnar. Þetta kemur fram á vef Samstöðvarinnar.
Ólöf og Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður, eru að ljúka sínu kjörtímabili og ganga því úr stjórn á aðalfundi í apríl. Í þeirra stað koma Þórir Jóhannesson sem varaformaður og Barbara Maria Sawka ritari. Kosið er til tveggja ára í senn.
„Ég tók þá ákvörðun að einbeita mér að því sem ég er að gera þar sem ég fæ virkilega að hafa rödd. Eins og staðan er núna þá er verið að hindra mig frá því að taka almennilega þátt í störfum sem stjórnarmaður í Eflingu. Ég sé ekki fram á að það sé að breytast,“ segir Ólöf í samtali við mbl.is.
„Eins og er þá ætla ég að sinna því sem ég er að gera. Ég er ennþá í stjórn ASÍ-ung, stjórn orlofssjóðs Eflingar og fleira. Ég mun sinna því áfram. Ég vil bara nýta krafta mína þar sem ég fæ sannarlega að sinna mínum skyldum,“ segir hún jafnframt.
Aðspurð hvort það sé léttir að stíga út úr stjórn Eflingar eftir mikil átök síðustu misseri, segir hún að svarið sé bæði já og nei.
„Ég tek mínu hlutverki sem stjórnarmaður mjög alvarlega. Ég hefði viljað halda áfram ef ástandið væri öðruvísi. Ef það væri raunverulegt lýðræði, ef það væri raunverulega hlustað og allar raddir fengju að heyrast. En jú, þetta er að einhverju leyti ákveðinn léttir, að þurfa ekki að mæta á fundi þar sem fúkyrðum er hent yfir mann og maður þarf að sitja undir því og fær ekki að sinna starfinu sínu. Það er rosalega leiðinlegt og erfitt til lengri tíma. Þetta er því einhver léttir þó það sé pínu leiðinlegt að þetta sé komið á þennan stað.“
Ólöf tekur fram að hún verði virk í sínu starfi sem stjórnarmaður þangað til stjórnarskipti eiga sér stað og eru ýmis verkefni á borðinu. Félagsmenn hafi til að mynda rétt á því að leggja fram lagabreytingar út mars. Svo ekki sé minnst á kjaradeiluna við SA sem er enn óleyst.
„Vonandi klárum við samninga,“ segir Ólöf sem á sæti í samninganefndinni sem boðuð hefur verið á fund ríkissáttasemjara klukkan 20 í kvöld, ásamt samninganefnd SA. Á fundinum stendur til að ræða gerð hugsanlegar miðlunartillögu.
Ólöf stefndi ASÍ, SA og íslenska ríkinu vegna miðlunartillögu sem fyrrverandi ríkissáttasemjari í deilunni lagði fram og er fyrirtaka í málinu síðar í dag. Krefst hún þess að kosið verði um miðlunartillöguna, sem ekki hefur verið hægt að gera þar sem Efling neitaði að afhenda félagaskrá, sem er ígildi kjörskrár. Leggi hins vegar settur ríkissáttasemjari fram aðra miðlunartillögu mun hún trompa þá eldri.