Magnús M. Norðdahl, lögmaður Alþýðusambands Íslands, telur að engir lögvarðir hagsmunir séu lengur til staðar í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og íslenska ríkinu, og því eigi að vísa málinu frá.
Magnús M. Norðdahl, lögmaður Alþýðusambands Íslands, telur að engir lögvarðir hagsmunir séu lengur til staðar í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og íslenska ríkinu, og því eigi að vísa málinu frá.
Magnús M. Norðdahl, lögmaður Alþýðusambands Íslands, telur að engir lögvarðir hagsmunir séu lengur til staðar í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og íslenska ríkinu, og því eigi að vísa málinu frá.
Ólöf Helga höfðaði mál í kjölfar þess að félagsmenn Eflingar fengu ekki að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram í kjaradeilu Eflingar og SA.
Félagsdómur féllst í dag á að taka fyrir frávísunarkröfu ASÍ og íslenska ríkisins í máli Ólafar Helgu þann 3. mars næstkomandi.
Magnús segir að engir lögvarðir hagsmunir séu til staðar í málinu, þar sem að dagsetningar í miðlunartillögunni séu alla liðnar. Hann segir jafnframt að ef fallist er á þær lagaskýringar að miðlunartillagan taki sjálfkrafa gildi innan fjögurra vikna ef ekki er greitt um hana atkvæði, þá sé sú dagsetning líka liðin.
Sömuleiðis sé kröfugerðin sjálf óljós og óskýr, þar sem að þremur aðilum er stefnt, en ekki sé skýrt í kröfugerðinni hverjum sé stefnt fyrir hvað. Þetta séu allt formgallar.
Svo segir Magnús að krafist sé sýknu í málinu, þar sem að tillaga ríkissáttasemjara, undirbúningur hennar og framsetning sé með ólögmætum hætti.