Úrslitastund að renna upp

Kjaradeila Eflingar og SA | 27. febrúar 2023

Úrslitastund að renna upp

Fundur er hafinn í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ástráður Har­alds­son, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari í deil­unni, boðaði samn­inga­nefnd­ir beggja aðila til fundarins til að ráðgast við þá um fram­hald mála og hugs­an­lega gerð miðlun­ar­til­lögu.

Úrslitastund að renna upp

Kjaradeila Eflingar og SA | 27. febrúar 2023

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur er hafinn í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ástráður Har­alds­son, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari í deil­unni, boðaði samn­inga­nefnd­ir beggja aðila til fundarins til að ráðgast við þá um fram­hald mála og hugs­an­lega gerð miðlun­ar­til­lögu.

Fundur er hafinn í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ástráður Har­alds­son, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari í deil­unni, boðaði samn­inga­nefnd­ir beggja aðila til fundarins til að ráðgast við þá um fram­hald mála og hugs­an­lega gerð miðlun­ar­til­lögu.

SA frestuðu í kjölfarið fyr­ir­huguðu verk­banni um fjóra sól­ar­hringa en það átti að hefjast þann 2. mars næst­kom­andi. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði vont að spá fyrir um framgang fundarins en hann sagði úrslitastund í kjaraviðræðunum að renna upp.

Hann sagðist ekki alveg átta sig á hvert fyrirkomulag fundarins yrði en hann gerði þó ráð fyrir að ríkissáttasemjari myndi ganga á milli deiluaðila í upphafi. „Svo sjáum við hvort hægt sé að spinna einhvern þráð hér í kvöld eða ekki.“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ásamt samninganefndinni.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ásamt samninganefndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá var Halldór spurður hvort árangurslaus fundur í kvöld þýddi að fullreynt væri að deilan yrði leyst í Karphúsinu. Halldór taldi svo vera. „Það er algjörlega fullreynt.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar gaf ekki mikið af sér. Hún sagðist þó myndu sitja svo lengi sem þurfa þykir í kvöld. Hún var spurð hvert framhald verkfallsaðgerða Eflingar væri nú. „Við höfum ekki frestað verkföllum.“

Þið eruð ekki tilbúin til þess?

„Við höfum ekki gert það.“

mbl.is