Fundur er hafinn í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, boðaði samninganefndir beggja aðila til fundarins til að ráðgast við þá um framhald mála og hugsanlega gerð miðlunartillögu.
Fundur er hafinn í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, boðaði samninganefndir beggja aðila til fundarins til að ráðgast við þá um framhald mála og hugsanlega gerð miðlunartillögu.
Fundur er hafinn í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, boðaði samninganefndir beggja aðila til fundarins til að ráðgast við þá um framhald mála og hugsanlega gerð miðlunartillögu.
SA frestuðu í kjölfarið fyrirhuguðu verkbanni um fjóra sólarhringa en það átti að hefjast þann 2. mars næstkomandi. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði vont að spá fyrir um framgang fundarins en hann sagði úrslitastund í kjaraviðræðunum að renna upp.
Hann sagðist ekki alveg átta sig á hvert fyrirkomulag fundarins yrði en hann gerði þó ráð fyrir að ríkissáttasemjari myndi ganga á milli deiluaðila í upphafi. „Svo sjáum við hvort hægt sé að spinna einhvern þráð hér í kvöld eða ekki.“
Þá var Halldór spurður hvort árangurslaus fundur í kvöld þýddi að fullreynt væri að deilan yrði leyst í Karphúsinu. Halldór taldi svo vera. „Það er algjörlega fullreynt.“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar gaf ekki mikið af sér. Hún sagðist þó myndu sitja svo lengi sem þurfa þykir í kvöld. Hún var spurð hvert framhald verkfallsaðgerða Eflingar væri nú. „Við höfum ekki frestað verkföllum.“
Þið eruð ekki tilbúin til þess?
„Við höfum ekki gert það.“