Óörugg yfir hægri hlið andlitsins

Fegrunaraðgerðir | 28. febrúar 2023

Óörugg yfir hægri hlið andlitsins

Leikkonan Chloe Sevigny segir það erfitt að eldast fyrir framan myndavélarnar. Hún segist stundum treysta á fegrunaraðgerðir eins og bótox og fylliefni.

Óörugg yfir hægri hlið andlitsins

Fegrunaraðgerðir | 28. febrúar 2023

Chloe Sevigny leggur áherslu á að sýna frekar vinstri hliðina.
Chloe Sevigny leggur áherslu á að sýna frekar vinstri hliðina. ANGELA WEISS

Leik­kon­an Chloe Sevigny seg­ir það erfitt að eld­ast fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar. Hún seg­ist stund­um treysta á fegr­un­araðgerðir eins og bótox og fylli­efni.

Leik­kon­an Chloe Sevigny seg­ir það erfitt að eld­ast fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar. Hún seg­ist stund­um treysta á fegr­un­araðgerðir eins og bótox og fylli­efni.

„Það er of erfitt að eld­ast á skján­um. Það er ekki gam­an,“ seg­ir hún í viðtali við Allure.

„Ég er ekki á móti því að láta laga eitt­hvað hér og þar.“

„Ég fer á sex mánaða til árs fresti. Ég læt gera allt mögu­legt en mér finnst bótox gott. Það er fyr­ir­byggj­andi. En lækn­ir­inn er mjög íhalds­sam­ur og ger­ir ekki of mikið því ég er leik­kona.“

Sevigny bein­ir at­hygl­inni aðallega að hægri hlið and­lits­ins þegar kem­ur að fegr­un­araðgerðum en þegar hún var ung og upp­renn­andi leik­kona þá var henni ráðlagt af tísku­ljós­mynd­ur­un­um Dav­id Bailey og Rich­ard Avedon að láta aðeins mynda vinstri hlið and­lits­ins. Þetta ráð fyllti hana af miklu óör­yggi og skaðaði sjálfs­mynd henn­ar.

„Ímyndið ykk­ur að segja svona við 19 ára stúlku?“

„Jafn­vel akkúrat núna, þá hefði ég viljað sitja í hinu sæt­inu því þá væruð þið að horfa á vinstri hlið and­lits míns,“ seg­ir hún í viðtal­inu.

„Þetta hef­ur áhrif á ótal þætti í lífi mínu, þegar ég fer út að borða eða er að æfa fyr­ir leik­rit, þá hugsa ég alltaf um þessa hlið. Þetta er mjög yfirþyrm­andi.“

Sevigny gant­ast líka með að hafa reynt að létta sig fyr­ir sól­ar­landa­ferð með fjöl­skyld­unni.

„Áður en við fór­um þá ætlaði ég að hætta að borða brauð og minnka drykkj­una svo ég gæti litið vel út í bík­iní­inu. En svo mæt­um við þangað og þar eru tvær of­ur­fyr­ir­sæt­ur á strönd­inni, Em Rata og Bella Hadid. Ég átti aldrei séns!“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Allure Magaz­ine (@allure)



mbl.is