Sultuslakir í Karphúsinu

Kjaradeila Eflingar og SA | 28. febrúar 2023

Sultuslakir í Karphúsinu

Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er ekki eina viðfangsefnið í Karphúsinu þessa dagana. Húsakynni ríkissáttasemjara eru sannkölluð umferðarmiðstöð þar sem hinir og þessir hópar leita samninga þar sem margt fólk kemur að.

Sultuslakir í Karphúsinu

Kjaradeila Eflingar og SA | 28. febrúar 2023

Samningaviðræður og sultusending einkenndi kvöldið.
Samningaviðræður og sultusending einkenndi kvöldið. Skjáskot

Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er ekki eina viðfangsefnið í Karphúsinu þessa dagana. Húsakynni ríkissáttasemjara eru sannkölluð umferðarmiðstöð þar sem hinir og þessir hópar leita samninga þar sem margt fólk kemur að.

Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er ekki eina viðfangsefnið í Karphúsinu þessa dagana. Húsakynni ríkissáttasemjara eru sannkölluð umferðarmiðstöð þar sem hinir og þessir hópar leita samninga þar sem margt fólk kemur að.

Lyfturnar hafa vart undan og engin furða að þær séu tvær í húsinu.

Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi dró til tíðinda þegar tveir menn komu færandi hendi, frá íslenskum sultuframleiðanda, með tvo troðfulla poka af sykurlausum sultum á vöfflurnar sem landsmenn bíða án efa í ofvæni eftir að verði bakaðar.

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri og aðstoðarsáttasemjari, tók hinum óvæntu gestum opnum örmum og virtist ánægð með sendinguna en hún treysti sér ekki til að spá fyrir um það hversu lengi krukkurnar myndu standa óopnaðar í ísskápnum í Karphúsinu.

mbl.is