Áhrif yfirstandandi verkfalls hótelstarfsfólks Eflingar ná út fyrir höfuðborgarsvæðið. Afbókanir hjá afþreyingarfyrirtækjum valda tapi, að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra.
Áhrif yfirstandandi verkfalls hótelstarfsfólks Eflingar ná út fyrir höfuðborgarsvæðið. Afbókanir hjá afþreyingarfyrirtækjum valda tapi, að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra.
Áhrif yfirstandandi verkfalls hótelstarfsfólks Eflingar ná út fyrir höfuðborgarsvæðið. Afbókanir hjá afþreyingarfyrirtækjum valda tapi, að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra.
„Verkfallið á höfuðborgarsvæðinu er farið að hafa áhrif á afþreyingarfyrirtæki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Ef hópar hafa ekki komist fyrir í Reykjavík á þeim dögum sem þeir ætluðu sér að vera og þurfa síðan að fara eitthvert annað, þá hafa þeir hópar hætt við. Það hefur verið töluvert af afbókunum, sérstaklega hópaafbókunum,“ segir Elías í samtali við mbl.is.
Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann sem átti að hefjast þann 2. mars en því var frestað til mánudagsins 6. mars.
„Ef að verkbannið kemur, sem var frestað fram yfir helgi, ef það raungerist eru meiri líkur en minni að það þurfi að grípa drastískra úrræða,“ segir Elías, spurður hvort opna þurfi fjöldahjálparstöð ef til verkbanns kemur.
„Hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu eru um 5.400 talsins. Þegar það er 85% nýting, þá eru það æðimargir hausar sem þarf að koma fyrir. Þeim verður ekki svo auðveldlega komið fyrir á öðrum gististöðum. Ef verkbannið skellur á þá er auðvitað ekki öllum hent á götuna en þá eru miklar líkur á því að þeir farþegar sem koma þann daginn myndu ekki fá gistingu.“
Yfir 4.000 ferðamenn hafa fengið aðstoð í gegnum hjálparlínu Ferðamálastofu, sem sett var á fót vegna verkfalla hótelstarfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Á annað þúsund símtala hafa borist en einstaklingar á bakvið símtölin eru yfir um 4.000
„Frá því verkfallið skall á höfum verið að kanna framboð á gistirými og hvað er laust á svæðum í kringum höfuðborgarsvæðinu til þess að átta okkur á stöðunni og til þess að liðsinna ferðamönnum,“ segir hann í samtali við mbl.is.
Flugfélögin fylgist með þróun mála og þegar þurft að grípa til þess að aflýsa flugferðum vegna verkfallsins. Elías nefnir að hafa þurfi í huga að Ísland sé tengistöð en þó séu um 25% komufarþega.
Dæmi eru um að ferðamenn hafi breytt bókunum og fengið gistingu utan höfuðborgarsvæðisins, svo sem á Reykjanesi, Vesturlandi og Suðurlandi að sögn Elíasar. Þá hefur þeim einnig verið útveguð gisting innan höfuðborgarsvæðisins standi hún til boða.