„Hér höfum við svakalega góð nautatacos sem eru með sýrðum rjóma, mangósalsa, fersku kóríander og hot sauce,“ segir Linda Ben um þessa uppskrift og við tökum heilshugar undir enda blandast hér saman frábærar bragðtegundir sem engan ættu að svíkja.
„Hér höfum við svakalega góð nautatacos sem eru með sýrðum rjóma, mangósalsa, fersku kóríander og hot sauce,“ segir Linda Ben um þessa uppskrift og við tökum heilshugar undir enda blandast hér saman frábærar bragðtegundir sem engan ættu að svíkja.
„Hér höfum við svakalega góð nautatacos sem eru með sýrðum rjóma, mangósalsa, fersku kóríander og hot sauce,“ segir Linda Ben um þessa uppskrift og við tökum heilshugar undir enda blandast hér saman frábærar bragðtegundir sem engan ættu að svíkja.
„Þetta er afar fljótlegur og einfaldur réttur, en það tekur um það bil 15 mín. að elda hann. Maður byrjar á því að útbúa mangósalsað með því að skera niður mangó, rauðlauk, papriku og kóríander, kreistir svo límónusafa yfir. Nautaþynnurnar frá SS eru algjör snilld í svona rétti en það eru hágæða nautakjöt sem er búið að skera niður í litla strimla svo maður einfaldlega smellir þeim á pönnuna, kryddar til og steikir.“
„Mér finnst alltaf gott að steikja vefjurnar fyrst aðeins á pönnu til að hita þær og gera þær örlítið stökkari. Maður setur svo sýrðan rjóma í botninn á vefjunum og setur svo nautakjötið og mangósalsað yfir. Ef þú fílar sterkan mat þá mæli ég mikið með að setja svolítið af hot sauce yfir. Svo er alltaf gott að bæta við örlítið meira af kóríander og límónusafa yfir.“